Þannig er mál með vexti að ég er heitttrúaður winamp aðdáandi.

Ég elska fátt meira en að setjast niður og gramsa í winamp libraryinu mínu, eitt elska ég þó meira það er að setjast niður og gramsa í ipodinum mínum það er á hreinu.

Þá datt mér í hug að blanda þessum tveimur áststríðum saman og það tókst, næstum.

Málin standa semsagt þannig að ég fór að finna plugin fyrir winamp svo að hann gæti fundið og notað ipodinn minn.

Það fann ég svo á winamp.com eða eitthvað álíka, nema hvað að eftir að ég hafði sett pluggið upp í vélinni minni og ætlaði að testa þetta allt saman þá virðist sem að winamp hafi bara fundið playlistana á poddinum, ekki libraryið sjálft.

Nú þegar ég ætla að hlusta á lög á ipodinum mínum virðist sem að þau séu ekki til staðar, þau eru semsagt hvergi að finna, fyrir utan þessi fáu sem voru í playlist hjá mér.

Samt þegar ég kíki í settings og about þá er 18 og 20gb í notkun. Þannig að samkvæmt þessu þá hefur winamp falið öll þau lög semm ekki voru í playlist.

Nú bið ég bara einhvern góðhjartaðan einstakling að hjálpa mér úr klandrinu sem ég hef komið mér í, svo ég geti sem fyrst farið að njóta unaðslegra tóna úr podinum mínum án vandræða?

Kv. Axel
“I'm not xenophobic, I just hate everyone.”