Ég mun hér með feta í fótspor leidrettarans og leiðrétta fólk. Hinsvegar mun ég ekki reyna að vera með tröllaskap, leiðindi og skjóta mig í fótinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar heldur frekar benda aðilanum á villuna, auk þess mun ég taka lítið mark á styttingum,innsláttarvillum og slangri. Ég mun aðallega einbeita mér að n/nn villum, ng villum og y/i villum. Ég kann ekki fingrasetningu svo að ég gæti gert innsláttarvillur.

Með þessu er ég að reyna að stuðla að betri stafsetningu hugara.
Ég er alls ekki að segja að ég sé heilagur, ég get líka gert villur, ég er hinsvegar að reyna að vanda mig og setja gott fordæmi fyrir hina og er það það skásta sem ég get gert.