Jæja ég hringdi mig inn veikan í vinnunni á miðvikudaginn vegna þess að ég var eitthvað slappur en meira kannski vegna þess að ég gat ekki stigið í vinsti fótinn minn, veit ekki hvað er að en það var sársaukafullt að ganga eitthvað. Ég tók þennan dag bara í frí þó svo að ég hafi þurft að sinna dálitlu aðeins yfir daginn, gott með það. Síðan kom fimmtudagur, uppstinningardagur, og þá hélt ég að það hefði verið frí í vinnunni vegna þess að þetta er almennur frídagur, en þegar ég ætla að mæta í vinnuna í morgun kom bara annað í ljós.. þau unnu venjulegan vinnudag í gær og tóku frí í dag.

Ég er ekkert alltof ánægður vegna þess að missa eiginlega af einum vinnudegi sem ég hefði jafnvel geta unnið en þó er ég ekki alveg viss þar sem ég var ennþá jafnslæmur/verri heldur en miðvikudaginn sem ég fór í frí.

Jæja, þar sem ég þurfti að rölta niðrí vinnu sem tekur mig 30mín og rölta síðan aftur heim er ég pínu bitur og ákvað þá að koma með fyrsta nöldurkork dagsins :j