Já, Hive.

Ég er búinn að vera með tengingu hjá Hive í einhverja mánuði. Hún er vægast sagt algjört sorp. Gerir ekkert en að detta út í tíma og ótíma. Fyllti eiginlega mælinn í fyrradag þegar hún datt 4 sinnum út á 10 mínútum þegar ég var að reyna að sörfa netið.

Veit að ég græði ekkert á því að nöldra hérna en sama hvað ég nöldra í Hive um tenginguna mína virðist sem að hún lagist aldrei, sama hvort ég fæ nýjan router eða þeir segist ætla að lappa upp á þetta sín megin, nokkrum dögum síðar er allt komið í sama ruglið.

Einhver í svipuðum sporum?