Nú veit ég að flestir atburðirnir í stríðinu hafa verið teknir upp á myndband. Veit einhver hvort þau hafi verið birt á netinu og ef svo er, hvar?

P. S. Nýjasta árás MR-inga var léleg. Þeir skrifuðu skilaboð á svart plast og límdu fyrir gluggana á garðinum okkar. Á plastið var skrifað “MR” á frekar mörgum stöðum, “Sagan endurtekur sig, '86” á einum stað og á öðrum stendjur “Frelsið lifi”. Málið er bara að MR-ingar voru ekki að vanda sig og lentu flest skilaboðin á bakvið handrið sem er meðfram ganginum svo varla er hægt að lesa þau. Þetta var svo léleg árás að enginn hefur nennt að leggja það á sig að taka þetta niður þótt klukkan sé að fara að ganga 11.

Sjáumst.