Ok já það eru barnaníðingar á netinu.

En hvað er málið með að draga upp MSN options í fréttunum og kenna foreldrum hvernig á að sjálfkrafa geyma samtöl barna sinna?

Já þeir sögðu “best er að gera það í samræmi við barnið” blahblah en hversu margir foreldrar eiga eftir að laumast í þetta og svo lesa samtölin?

Afsakið en mér finnst bara sjálfsagt að krakkar fái að hafa tölvu inni í herberginu sínu og vafri um netið án þess að foreldrar taki það upp. Númer 1, 2 og 3 er náttúrulega að kenna þeim leikreglurnar, t.d. að hitta ekki fullorðna karlmenn eða gefa upp persónulegar upplýsingar. Hvað ef barnið fer í heimsókn til vina? Kannski stilla líka á Radar fyrir GSM svo þeir geti tjékkað á korti hvar ungmennin eru nákvæmlega.

Ef ég hefði komið að mömmu minni vera að njósna svona um mig þá hefði ég svo farið í uppreisna í svona 2 ár eftir á :P En ok kannski annað mál ef þetta eru mjög ungir krakkar, en unglingar þurfa að hafa sitt prívat líf og ef eitthvað þá er það þeim mikilvægara en þeim fullorðnu.