Góða kvöldið, öllsömul.

Ég vil taka það sérstaklega fram að ég meina ekkert illt með þessari stuttu grein minni. Ég vil líka koma því á framfæri að þetta á alls ekki við um alla.

Ég hef löngum tekið eftir því að mikið er um þunglynda einstaklinga sem hlusta á tónlistarstefnu sem kennd er við ‘Metal’. En núna, upp á síðkastið, hef ég sérstaklega tekið eftir því að þessir svkölluðu ‘metalhausar’ eru flestallir miklir tölvuleikjaspilarar, eða ‘nördar’ eins og ákveðin tegund af fólki kýs að kalla þá.

Vangaveltur mínar eru þær hvort metall og önnur ‘dauða’ tónlist ýti undir þunglyndi hlustandans, enda, eins og flestir sjá, er meiri hluti þunglyndra í samfélaginu (þá er ég að tala um unga fólkið) einhver hluti af slíkri tónlist: Goth, Metal, Death eða eitthvað slíkt.

Þannig að: Drengur byrjar að spila tölvuleiki af kappi. Hann þyngist, og útilokar sig frá félagslífinu, og verður að ‘nörda’. Um leið og hann gerir þetta fer sjálfsálit hans og hamingja að minnka. Þar með kynnist hann niðurdrepandi textum ‘death metalsinns’, sem oft oft hvetja fólk til þunglyndis, eiturlyfja og sjálfspyntinga, og byggja aðeins upp óhamingju og reiði drengsinns. Þar með verður drengurinn þunglyndur.

Þessi litla grein mín er alls ekki skrifuð í þeim tilgangi að móðga fólk, heldur hvetja fólk til umhugsunar. Ég vil aftur taka það fram að þetta á alls ekki við alla ‘metalhausa’.

Það getur vel verið að nördar hlusti á metal af einhverjum öðrum ástæðum en þessum.

Ég kveð að sinni, og ekki taka þessum orðum illa.