Ég efast ekki um að margir hér á Huga.is hafi fengið nýja Trivial Pursuit spilið í jólagjöf eða möndlugjöf.

Nú, þetta er spurning og hugleiðing til þeirra sem hafa fengið það, nú eða spilað það í einum af mörgum fjölskylduboðum sem þið hafið farið í.

Ég get sagt ykkur frá því að ég gaf móður minni og manninum hennar Trivial Pursuit í jólagjöf og viti menn, heima hjá frænku minni á Jóladagskvöld var það vígt. Spilið var tekið upp klukkan ca. hálf-11 og það endaði ekki fyrr en klukkan 4 um nóttina. Á milli þessara tíma var svo rifist og skammast þar sem meðlimir í spilinu voru alltaf að gaspra og þvíumlíkt að maður hélt að þakið ætlaði af húsinu. “Heilarnir” í þessu fjölskylduboði (sem samanstanda af bróður mömmu minnar og syni hans) komu inn í eftir á og unnu, sem kom flestum okkar ekki sérstaklega mikið á óvart.

En það sem ég er að reyna að segja hér er að ég hef aldrei lent í öðru eins varðandi eitt spil. Fólk gekk næstum því af göflunum.

Þannig að ég spyr:

Hver hefur lent í þessari svipuðu stöðu þar sem hjónaskilnaðir lágu í loftinu og það var ekki hægt að bera upp spurninguna fyrir 15 samtölum sem gengu á við borðið á meðan?

og…

Hver hefur svo lent í því að spila spilið við einstakling/a sem hafa spilað það daginn áður og kunnað nokkrar spurningarnar?

Hér samt kemur smá pæling sem ég hef verið að pæla í:

Hafiði tekið eftir því að í Trivial Pursuit, nýju 20 ára afmælisútgáfunni, að eftirfarandi ártöl eru í meirihluta í spurningum: 1986, 1988, 1992?

Þetta er alveg magnað!

En engu að síður, ég átti yndislega stund með fjölskyldunni minni því ég hló mig máttlausann um svör ýmissa einstaklinga og bara að deilunum sem áttu sér stað.

Og Trivial Pursuit er mjög skemmtilegt spil.