Af hverju eru allir svona ókurteisir við afgreiðslufólk.
Sumir eru ágætir, segja góðan dag á móti, þakka fyrir sig o.s.frv, en aðrir eru ómögulegir.
Ég var að afgreiða konu um daginn, hún kom bara með einn kassa af konfekti. Verðið var 3999 kr. en þá öskraði, já, ég sagði öskraði, “NEI NEI, ÞETTA ER ALLT OF DÝRT.”. Ég sagði þá eins kurteisislega og ég gat: “Á ég að fara og athuga verðið?”, hún horfði bara á mig trillingslega svo að ég fór og athugaði verðið. Í konfektsstandinum stóð 3999 kr við þennann ákveðna konfektkassa. Ég fór og sagði henni það en þá hvæsti hún á mig að koma og hún síndi mér staðinn sem að hún hafði fundið kassann. Hún hafði fundið hann í stafla af allt annarri tegund af kofekti sem að kostaði 3799 kr.
Hún heimtaði að fá þetta á þessu verði en ég neitaði vegna þess að það var greinilegt að kofektið kostaði 3999 kr. hún varð tryllt og heimtaði að fá að sjá stjórann minn. Við fórum aftur á kassann þar sem að ég hringdi á stjórann minn. Strax og hún kom byrjaði konan að segja að hún vildi fá konfektið á því verði sem að það “hafði verið auglýst” og að það ætti að vera á 3799 kr. Í hvert sinn sem að ég ætlaði að segja hvernig það væri byrjaði hún aftur að tala og hvæsti á mig að ég ætti ekki að tala þegar hún væri að tala. Að lokum eftir 25 mín.) fékk hún kassann á 3799 kr. ég hafði ekki fengið að segja neitt og hún sparaði 200 kr.
Ég held að ég hafi brotið á mér hendina við að kíla vegg eftir þetta.
“Ég vil ekki læra að bíða og bíða,