Ég var í World Class núna í morgun og þar var verið að mála millivegg. Á gólfinu var búið að dreifa fullt af skiltum sem á stóð “ný málað”. Núna verð ég að viðurkenna að ég er enginn snillingur í íslenskri stafsetningu, þó svo að ég nái að halda henni í nokkuð góðu formi hjá mér, og spyr ykkur um þetta efamál…

Á að skrifa nýmálað, eða ný málað?