Ég verð að segja fyrir mína hönd að ég elska kjöt. Frekar mundi ég stytta mér aldur en að sleppa því að borða kjöt í heila viku.

En ekki eru allir á sama máli og auðvitað verður að taka tillit til þess. Mér er sléttsama hvort fólk sé grænetisætur eða ekki.

Heilsufar
Sumir mega ekki borða kjöt af heilsufarslegum ástæðum. Vinur minn er til dæmis með sjúkdóm sem er þannig að ef hann borðar kjöt þá verður hann ofvirkur í einn dag og fær svo drullu. Bróðir minn er líka með bráðaofnæmi fyrir hvítu kjöti þannig hann gæti dáið ef hann borðar það. Í svoleiðis dæmum er sjálfsagt að fólk gerist grænmetisætur, enda lítið annað hægt að gera

Bragð
Sumum finnst bragði trufla sig. Fyrir þá sem þola ekki bragðir vil ég segja: Prufið ykkur áfram. Þurrt svínakjöt er til dæmis viðbjóðslega vont en marínerað hreindýr er allt öðruvísi og algjör unaður. Ég mæli með að fólk leiti sér þá að kjöti sem þeim líkar við, því það er til kjöttegund fyrir alla bragðlauka (jafnvel þó maður þurfi að næla sér í dúdú-fugla kjöt til að fullnælgja bragðlaukunum)… en ég veit nú ekki… sumum grænmetisætum finnst kannski kjöt almennt vont, þá er mér slétt sama um hvað þær éta.

Hollusta
Margar grænmetisætur (þá aðallega unglingsstelpur, held ég) hætta að borða kjöt því það er svo “óhollt.” Það finnst mér mesta vitleysan. Því kjöt er án efa mjög hollt og gott og er einn af fæðuflokkunum sem maður þarf að fá til að komast yfir prótín og fitu(nema maður bæti það upp með einhverju öðru t.d. tofu). Sumir halda jafnvel að öll fita sé slæm en það er líka vitleysa, því fita er forðanæring sem við þurfum öll á að halda. Mér er sama þótt þið gerist grænmetisætur, en ekki gera það af þessarri ástæðu

Dýravinir
Ég fæ klígju á því að sjá dýr drepin, mér finnst ógeðslegt að drepa dýr… en ég elska bragðið af þeim. Fyrir dýraverndunarsinna vil ég spurja: hvort er betra að láta dýr deyja og borða það eða láta dýr lifa ömurlegri ævi og svo deyja og nýta það ekki… Dýrið verður drepið hvort sem þú borðar það eða ekki… Náttúran gaf okkur hæfni til að melta kjöt, og ekki af ástæðulausu… við vorum villidýr, við þurftum að drepa og éta til að lifa af. Sá siður er okkur enn í blóð borin og mér finnst allt í lagi að nýta það

Svo eru sumir sem hafa alist upp sem grænmetisætur. Fyrir þá mæli ég með því að prufa að smakka dauð dýr… maður verður háður… ef ykkur líkar ekki við það farið þá bara og borðið tófú… Þetta er frjálst val. Persónulega finnst mér tófu og sojakjöt ógeðslegur horbjóður sem ég mundi aldrei geta lifað af á, en misjafn er smekkur mann eins og maðurinn sagði

Endilega verið grænmetisætur ef þið viljið. En passið ykkur þá að borða rétt fæði svo þið fáið öll efnin sem þið fengjuð annars úr kjöti

Samt ekki séns að ég gerist grasbítu