Ég hef lokið við stúdentinn af raungreinadeild í skóla úti á landi. Er bara búinn að vera að vinna síðan, tæplega ár núna. Ég hugsa að ég fari nú eina önn aftur í framhaldsskóla eftir áramót, taki upp fáeina raungreinaáfanga svo ég standi mig betur í HÍ (hugsanlega inntökupróf). Nú er ég í Rvk svo ég spyr: Hvaða framhaldsskólum mælið þið með í Rvk og nágrenni sem eru góðir í raungreinum? Ég veit að MR er góður en hann er með bekkjarkerfi og svona vesen, efa að hægt sé að stökkva í það. Hvað segið þið?