Ég var að lesa þráðin “Risastór spurning til ykkar allra, hafnið þið öll Jesús?”, Þegar ég ætlaði að klikka á “Svara” klikkaði ég í tómt, en þá var bara bíð að loka þræðinum fyrir öllum svörum. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki tilgang þess, ég sá allvega ekki nein alsherjar skítköst og ég sá heldur ekki að þetta væri svona ofboðslega viðkvæmt mál að ekki megi ræða um það. Það er náttúrulega fáránlegt að vera loka honum tila ðkoma í veg fyrir framtíðar skítköst og leiðindi. Einhverstaðar heyrði ég að hugi.is væri umræðuvefur. En mér finnst líka skrítið að loka á þessa anti-homma og anti-feminista þræði þar sem elíkt gæti skapað mikla umræðu.

Annars þá er svar mitt til Lecters við þessum þræð að páskar eru ekki einungis kristin hátíð og því er mjög tilgangríkt að halda páska þrátt fyrir að trúin á upprisu jesú sé ekki til staðar. Pákar voru haldnir áður en kristur kom fram og á sem vorhátíð, að fagna því að vorið sé komið. Já, ég hafna Jesú