ókei, eitt af því sem fer í taugarnar á mér er þegar mar er t.d. í borginni (ég bý fyrir norðan) og fer á sjoppu og biður um pylsu, einhverjir af rvkingunum sem heyra mann segja pylsu en ekki pulsu verða alveg snælduvitlausir og halda því fram statt og stöðugt að mar eigi að segja pulsa ekki pylsa, alveg ótrúlegt hvað sunnlendingarnir standa fast á því að það eigi að vera pulsa, því það er tómt kjaftæði og það veit það hver heilvita maður, í fyrsta lagi stendur pylsur á pylsupakkanum og líka ef þið mynduð fletta í orðabók og leita að orðinu pulsa þá mynduði einfaldlega ekki finna það