Í helgarblaði DV núna um helgina rakst ég á dálítið sem mér fannst ekki viðeigandi.
Á bls. 12-13 er verið að tala um barnaníðingsmál í smáíbúðarhverfinu í Rvk.
Það væri varla frásögum færandi nema fyrir þær sakir að mynd á bls. 13 sýnir barnaníðinginn, en búið er að rugla fyrir andlitið á honum!
Ekki er nefnt nafn hans né neinar aðrar upplýsingar.
Maðurinn er búinn að játa brot gegn einni stúlku, en grunaður um brot gegn þremur öðrum.

Mér finnast þetta skítléleg vinnubrögð hjá DV, að birta nafn og mynd af saklausum manni með hermannaveiki fyrir ekki svo löngu síðan, en síðan blörra mynd af barnaníðingi.
Hvor haldið þið að sé hættulegri og þurfi að passa sig betur á?

Afsökunin fyrir þessu er að DV sé búið að taka í notkun nýjar siðareglur, en þær voru einnig til staðar þegar maður með hermannaveiki var nafngreindur.

(Ég kaupi ekki DV, heldur er að bera það út og fæ það FRÍTT, myndi aldrei í lífinu borga fyrir að fá að lesa það).