Það er farið að fara svolítið í taugarnar á mér hvað margar gelgjur halda að Joey Jordison (trommarinn í hljómsveitinni slipknot) sé besti trommari í heimi.

OK hann er kannski hraður en fyrir utan það er hefur hann hræðilegan stíl. Hann getur ekki haldið sig við taktana sem hann spilar upprunalega við lögin (hef heyrt svona 13 útgáfur af trommum við flest lögin sem hann spilar) og hann er svo fastur í sama dótinu aftur og aftur. Allan nýjasta diskinn er hann að gera sama breakið, bara mismunandi langt niður tom-tomin. Hraðinn er ekki allt. Það eru til hundruðir þúsunda hraðari trommarar en hann, margir á Íslandi meira að segja.

Hraðinn er bara svona 2 prósent af hæfileikum fólks á trommur!

Varð að koma þessu frá mér.
Vó hvar er ég?