18 ára gamall nemandi var nýlega handtekinn fyrir smásögu sem hann skrifaði um skóla sem er yfirtekinn af uppvakningum.

Foreldrar drengsins fundu víst söguna í dagbók drengsins og létu lögregluna fá söguna, sem handtók drenginn stuttu síðar.

Hann er semsagt ákærður fyrir að skipuleggja stórfelda uppvakninga-árás á skólann sinn, og er enn í varðhaldi eftir að “bail” var hækkað úr 1000$ í 5000$ eftir beiðni saksóknara, og er flokkaður sem annars stigs hryðjuverkaógn.

http://www.lex18.com/Global/story.asp?S=2989614

—-

Ég verð nú bara að segja að mér finnst þessi ameríska hryðjuverka ofsóknaræði vera fáránlegra en tilraunir til að stjórna hárgreiðslum í N-Kóreu, sérstaklega þegar maður rekst á eitthvað svona, og þegar börn eru handtekin með valdi fyrir að koma með skæri í skólann.