Þannig er mál með vexti að í dag, 27. nóvember, má finna tengil á vefsíðunni B2.is sem titlaður er “Svekkjandi að heita þetta” og bendir á prófíl leikara á IMDB.com. Nafn þessa leikara, eða réttara sagt leikkonu, er Keiko, en eins og margir vita bar háhyrningurinn Keiko þetta sama nafn.

Það sem fer mest í taugarnar á mér er að fólki finnst voðalega fyndið að það sé fólk sem ber þetta nafn, þegar sannleikurinn er sá að þetta nafn hefur verið til í fleiri hundruði ára. Þetta er vitaskuld ekkert nema fáfræði og mér finnst alveg stórmerkilegt að fólk reyni að gera grín úr þessu.

Stærsti brandarinn ætti að vera sá að hvalurinn frægi var nefndur japönsku kvenmannsnafni, þegar flykkið var karlkyns, ekki það að kvenmaður ber sama nafn og hann…