jæja, núna ætla ég að fara að tala um þetta blessaða verkfall, sem er kominn frestur á. núna hef ég ekki lært mikið í verkfallinu. ég vill ekki bara kenna sjálfum mér um það heldur líka kennurunum mínum. þegar verkfallið var að fara að skella á og allir voru alveg vissir um að það yrði verkfall, þá fór ég aðeins að hugsa um hvort að kennararnir myndu ekki láta okkur fá svona námsáætlun svo við værum ekkert illa stödd eftir verkfallið (ef það yrði). en nei, þeir sögðu bara: “það er ekki víst að það verði verkfall”. og létu okkur ekki fá neitt. og síðan skall auðvitað verkfallið á. og ég er ekki svona manneksja sem nennir að læra mikið þegar mér er ekki beint sagt að gera það. en ef ég hefði fengið áætlun til að fylgja hefði ég lært mikið meira.

verkfallið var svona fínt fyrstu tvær vikurnar en síðan byrjaði ég að hafa áhyggjur. afþví að ég lærði svo lítið. ykkur finnst sennilega heimskulegt af mér að hafa áhyggjur af því að vera ekki að læra og nenna því svo ekki. en svona er þetta. þannig að ég var/er eiginlega byrjaður að hlakka til þess að skólinn byrjaði aftur. afþví að ég veit að ég þarf að læra nokkuð mikið upp en ef ég fæ kannski áætlun og svona þá hef ég einhvernvegin meiri metnað. hvað með ykkur. fenguð þið áætlun frá ykkar kennurum?