Hvað er að fólki?!? Jólin eru 24. desember og núna eru rúmlega 2 mánuðir í jólin! En samt er fólk núna farið að tala um jólin, setja upp skreytingar og svoleiðis óskapnað! Í MIÐJUM OKTÓBER!!! Þegar ég labbaði framhjá Hagkaup í Spönginni í gærkveldi þá var búið að setja upp jólaskraut þar! Kassarnir skreyttir með einhverjum grenitrjáhringjum og ég veit nú bara ekki hvað. Óþolandi þegar fólk eyðileggur jólin með því að fagna þeim í 1/6 hluta af ári setur upp skreytingar og jólaljós í október… fussumsvei!

Persónulega þá kemst ég ekki í jólaskapið fyrr en á Þorláksmessu/Aðfangadag (því að þá fyrst koma jólin). Ótrúlega pirrandi þegar fólk spillir jólunum með svona kjaftæði.