Ríkislögreglustjórinn lagði, í samstarfi við lögregluembætti um allt land, í gær hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra efni, t.d. kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum, í gegnum Netið. Nokkrir voru handteknir vegna málsins í gær. Upphaf málsins er kærur frá umboðsmönnum rétthafa tónlistar, kvikmynda og tölvuforrita sem og Samtökum myndbandaleigna sem beint var til embættis efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Þar hafið þið það, nokkrir handteknir, tölvur og gögn gerð upptæk hjá 12 manns úti um allt land. Og samkvæmt yfirmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra er þetta bara byrjunin…

Rannsókn ríkislögreglustjóra lýtur að tólf aðilum sem taldir eru „höfuðpaurar“ í hópi þeirra sem dreifa og sækja efni í gegnum Netið með skipulegum hætti, að sögn Jóns. „Það er eðlilegt að byrja þar. Hvar [rannsóknin] endar er auðvitað ennþá óljóst. Þessi samskipti eru rekjanleg og verða rakin og sönnunargagna aflað með þeim hætti. Þetta er alls ekki óframkvæmanleg réttarvarsla sem við stöndum í.“

Þar hafið þið það.

Heimild: MBL.is - Hald lagt á tölvur og gögn í tólf húsleitum