Ég hef verið að athuga svokallaðar FLET's tengingar í Japan, verð á þeim og hraða, og jesús minn, þetta er fáránlegt verð fyrir fáránlega góðar nettengingar.

Stofnkostnaður á FLET's tengingu er 29.245 yen, eða um 19.300 krónur.
Mánaðargjald fyrir fjölskyldupakkann er svo 5880 yen, eða um 3900kr á mánuði.

Áður en ég fer að segja meira, þá vil ég líta á grunntengingu á ADSLi hjá Símanum.

Stofnkostnaður á ADSLi eru 9.900 krónur.
Mánaðargjald er 5700kr.

En hér kemur sjokkið!

ADSL tengingin sem ég miða við er 1.5mbit.
FLET's tengingin sem um ræðir er 100mbit.

Hversu ruglað er þetta? Djöfull væri ég til í að fá svona tengingu heim til mín, hehe.