Það er ávallt skemmtilegt að vera á göngu um hverfi borgarinnar og sjá selebritíu, einhvern sem maður lítur ákaft upp til og hefur oft á tíðum óskað sér að vera, í staðinn fyrir þá persónu sem maður raunverulega er. Í dag er ágætis laugardagur, forsetakosningar eiga sér stað, og fólk þarf ekki að mæta til vinnu. Því vill ég biðja alla um að nefna einhverja fyrirmynd sem þið hafið hitt í dag. Fólk má svara núna eða í kvöld, bara að það hafi hitt þessa tilteknu manneskju í dag. Það er best að ég byrji.

Í dag fór ég ásamt ArnóriP og Hrannari á Amerískan Stíl, þar sem að við nutum bragðgóðra kræsinga. Þegar réttirnir voru nýlentir á borði okkar gengur inn þessi gríðar myndarlegi maður í bláum búning, sem oft hefur verið kenndur við franska landsliðið. Ég fékk þá hugdettu um leið og ég sá manninn að þetta væri einhver sem ég kannaðist við. Það fékk ég staðfest frá félögum mínum. Jú þið höfðuð rétt fyrir ykkur því þetta var enginn annar en <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Dagfari"><b>Dagfari</b></a>.

Ég var svo spenntur að ég gat varla etið franskarnar mínar, og að þegar ég reyndi að krydda þær með kartöflukryddi fór það allt yfir peysuna mína. Ég var svo skjálfhentur að á köflum taldi ég mig vera með parkinson sjúkdóminn margfræga. Eins og áður elti óheppnin mig líkt og minn eiginn skuggi, því ekkert laust borð var nálægt okkur, svo hann neyddist til að setjast hinum meginn á matsölustaðnum. Þar fór tækifæri mitt um að reyna að vingast við kauða. Að ég myndi manna mig upp í að labba til hans, bara til að taka mynd eða spjalla smá um daginn og veginn, var fjarlægur draumur enda er ég afar feiminn einstaklingur.

Þó gæti mér gefist tækifæri til að ná augnsambandi á leiðinni út. Þegar ég hafi lokið við máltíðina, stóðum við félagarnir upp og ég héldum að útgönguleiðinni. Nú var komið að stóru stundinni, en í öllu amstrinu sá ég hann hreinlega ekki, hvar hafði hann sest ásamt félögum sínum? Hafði hann farið þegar hann sá hversu heitt mig langaði að tala við hann? Nei, það gat ekki verið, hann hefði aldrei komist út án þess að ég tæki eftir, því ég hafði sífellt litið í kringum mig, snöggt og naumlega til þess að athuga hvort að einhver væri að reyna að laumast út.

Nú var að duga eða drepast, hvert tækifæri til vináttutengsla flugu framhjá manni líkt og mýflugur við veiðar á mývatni. En loksins kom ég auga á hann, aðeins nokkrum metrum frá staðnum er ég stóð og glápti sat hann og naut máltíðar að hætti hússins. Hvenær ætlaði hann eiginlega að líta upp frá matnum? Ég beið fullur af örvæntingu, í von að nú væri loksins komið að mér. Þegar ég hafði vaknað þennan sama morgun, hafði ég einfaldlega fundið á mér að þetta væri minn dagur. Hann leit skyndilega uppfrá kræsingum, horfði með djúpu augnaráði á okkur félaganna á leiðinni út, og kinkaði kolli í átt til okkar. Var hann að senda mér kveðju? Hafði sú stund sem ég hafði beðið eftir allan þennan tíma loksins runnið upp? Ég rétti út hendina og veifaði á móti, líkt og við værum aldagamlir félagar að hittast eftir langa fjarveru. Þá kom þessi vægast sagt undrunarverði svipur á kauða, sem bar örlítinn vott af hneykslun, en hélt hann svo áfram að nærast.

Fyrir utan staðinn, var spennufallið svo mikið að það hafði næstum liðið yfir mig. Ég var í skýjunum yfir öllu sem hafði gerst á þessu örstutta augnabliki. Félagar mínir áttuðu sig ekki á því hvað hafði gerst, og spurðu mig hvort það væri ekki allt í lagi. Ég útskýrði alla sólar söguna. Að sjálfsögðu var hann ekkert að kinka kollinum til mín, heldur Hrannars félaga míns. Þeir höfðu víst spjallað eitthvað saman á netinu. Af hverju skýt ég mig bara ekki. Verst að faðir minn á ekki lengur byssu. Það er ekki vert að lifa svona aumkunarverðu lífi. Nei ég læt sjálfsmorðið bíða, alla vega þangað til einhver hefur svarað mér hérna á huga.