Spegillinn, fréttaskýringaþátturinn á eftir sexfréttunum á rás 1, er alveg brilliant þáttur.

Vakti athygli margra þegar bréf Markúsar útvarpsstjórar og gallharðs sjálfstæðismanns um áhyggjur sínar yfir vinstri slagsíðu og antikanaáróður í Speglinum.

Maður hefði kannski haldið að forsvarsmenn Spegilsins hefðu haldið að sér höndum og reynt að vera dálítið hlutlausari til þess komast hjá inniríkisdeilu þarna uppá Efstaleiti.
En nei, það var sérlega skemmtilegt að hlusta á þáttinn í kvöld. Tuttugu mínútna pistill um Naomi Klein og andstæðinga hnattvæðingarinnar var til umræðu undir dynjandi músik radioheads með mjög sterkum áróðri gegn stórfyrirtækjum sem væru orðin öflugri en ríkistjórnir í meðalstóru landi, einstaklega áhugaverður og vandaður fréttaflutningur.

Vandaður, en langt frá því að vera hlutlaus. Enda á fréttaflutningur aldrei að vera hlutlaus. Hlutlaus blaðamennska er eins og þurrsteiktur hamborgari án sósu.
Svona á þetta að vera.

Rás 1 rokkar!<br><br>
<b>fyrrv. nologo</b>
http://www.michelle.mabelle.sontlesmotsquevonttrebienensemble.f