Nú er ég með símnet póstfang, esther1@simnet.is sem ég nota talsvert og við það er tengt annað simnetmail sem ég nota aldrei og þá meina ég ALDREI. Ég hef aldrei gefið það mail upp enda er það bara aukanetfang sem ég fékk með hinu. Þessvegna varð ég rosalega hissa þegar mér fór að berast klámpóstur á það mail, og ekkert smá mikið af klámpósti 5-10 auglýsingar af gellum tottandi tippi á hverjum einasta degi :/

Þar sem ég hef aldrei notað þetta mail mitt og eini staðurinn sem er með upplýsingar um það er simnet, dettur mér í hug hvort lekinn sé ekki þaðan og hvort þar sé ekki einhver að selja netföng hjá Simnet! Ég hef hingað til passað mig rosalega að skrá esther1@simnet.is mailið mitt neinstaðar og er með sérstakt hotmail til að taka við svona leiðinda rusli, þessvegna er þetta algjörlega óþolandi og tala nú ekki um þar sem 10 ára dætur mínar nota sama mail og ég!

Ég hringdi í þjónustusíma símnets (800 7000) áðan til að kanna hvernig á þessu stæði, og hlustaði á kellingu röfla um að símtölum yrði svarað í réttri röð heillengi en svo þegar ég var búin að hanga á línunni í 15 mín þá varð kl.21.00 og þá var bara skellt á mig! Ég hef aldrei kynnst því hjá fyrirtæki að mér er hent út ef það er lokað og ég fæ alltaf að klára að versla, þetta fannst mér ömurleg þjónusta hjá þjónustusíma og ég er það fúl að ef ég fæ ekki almennileg svör í fyrramálið mun ég skila inn ADSL og öllu sem því fylgir hjá Símnet… en auðvitað munar þeim ekkert um minn auma 20.000 kall á mánuði :(<br><br>Kv. EstHe
Kv. EstHer