Allt í lagi.

Ég heyrði einhverntímann að Goði hefði búið til nýja vöru undir nafninu ‘Pulsur’. En almennt séð heita pylsur ‘pylsur’. Afsakið mig, en þetta fer virkilega í taugarnar á mér! Strákar, ekki talið þið um tuppin á ykkur! Það er ‘y’ en ekki ‘u’ þegar verið er að tala almennt um pylsur.

Það gæti svosem verið rétt (málið er nú alltaf að þróast), en ég hef bara ekki rekist neinsstaðar á orðið ‘pulsur’ skrifað í eina einustu íslenskukennslubók og finnst mér það fáranlegt orð.
Það gæti reyndar verið búið að viðurkenna þetta sem alíslenskt orð núna. Ég fylgist nú ekki svo vel með. En þetta finnst mér vera skref afturábak. Nær dönskunni.
Annars er ég enginn sérstakur málfræðingur en ég er að reyna að varðveita íslenskuna.

Annars biðst ég velvirðingar á þeim innsláttarvillum og/eða staðreyndarrangfærslum (ef það er orð..?) í ofanskrifuðum texta.

Takk fyrir mig í bili.<br><br>—
TTCmp

“Real power is something you take..”
- EVE: The Second Genesis (fjölmennið! <a href="http://www.eve.is">http://www.eve.is</a>)
Smoking is one of the leading causes of statistics…