Nú um þessar mundir á sér stað hrikaleg þróun fólks sem kann ekkert í stafsetningu. Það er ekkert meira pirrandi en það þegar fólk getur ekki sett y/ý þegar það á að vera, ei/ey þegar það á að vera, skrifar ekki tvöfaldan samhlóða þegar það á við, skrifar langar málsgreinar án þessa að hafa svo mikið sem eina kommu eða einn stórann staf, allt í belg og biðu og þess háttar málfræðivitleysur. Svo þeir sem nenna ekki að ýta á kommuna á lyklaborðinu og hafa aldrei íslenska stafi. Nokkur dæmi:

“Dad er ogeðslega gaman i ammalisveslunni…” (man ekki hver)

“hann <b>þegti</b> engann og…” (sigurjong)

“eins og er á börum…” (Kaviar) Þarna er orðið bar sem er enskusletta sett í íslenska fleirtölu, þarna ætti að standa: “eins og er í vínstúkum”

“baldurs gate er leikur sem er fyrir 6-11 ára krakka ég keypti mér baldurs gate dark alliance og búin með hann og festist ekki neitt í honum.

baldurs gate er ævintira leikur sem maður er bara að berjast í og er í lélegu sjónarhorni maður fær vopn á hverri einustu sekundu ef eitthvað er” (filli)
Þarna er enginn stór stafur, enginn punktur, hann talar um sig í kvenkyni (filli er karlkyns í prófílnum) með því að segja “búin”. Öll málsgreinin er í einni kássu.


Maður getur nefnt fullt af örðum svona dæmum sem maður hefur séð. Mér finnst að það ætti að útnefna “Fagurmæltasta hugarann”, þann sem passar sig að skrifa rétt mál, er aldrei með neinar stafsetningarvillur og þannig.
Ég styð málfræðiáhugamál.

<br><br><b><font color=“red”>Einu sinni var maður sem hét Jón, og ekki nóg með það, heldur hét hann Sigurjón.
</font>
Mundu að segja blenski í staðinn fyrir blessaður eða blessuð, blessaðir eða blessaðar.

Ef þú lumar á góðum brandara þá skaltu senda mér hann og ég set hann inn á heimasíðuna mína, mjög fjölsótt, hafðu samband með því að senda mér skilaboð<font color=“red”> <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=bgates">HÉR</a></font>

<b>bgates skrifaði:</b><br><hr><i>Jörðin snýst í kringum sólina</i><br><hr>

Takk fyrir

© bgates </