Ég tel að hugi sé hættulegur fyrir ungt fólk, svona undir 11-12 ára. Afhverju….

Hugi/Netið er einn af virkilega fáu stöðunum þar sem hver og einn getur rifið kjaft. 50 kílóa tölvunörd getur rifið kjaft við 150 kilóa útkastara. Það breytir engu. Allir eru jafn sterkir að slá á takkaborðið, það er bara hvernig þú slærð á takkaborðið. Inn á Huga/Netið þvælast síðan ungmenni (9-11 ára) sem eru kannski ekki með jafn mikinn kjaft (þ.e.a.s. rífa kjaft) og aðrir. Þegar þau láta í ljós skoðun sína, þá eiga þau hættu á að aðrir eldri Huga notendur rífi kjaft við þau eins og þau væru jafn aldrar. Krakkar geta bara ekki tekist við á þessu eins og unglingar. Þá skortir þroska.

Ummm ókei, komið í svolitla þvælu hjá mér. Held ég haldi bara kjafti núna, þetta er bara mín skoðun…

Einhver sammála?