Ég fékk 5000kr gjafabréf í Smáralindinni í jólagjöf frá fyrirtækinu sem ég vinn hjá (Esso) svo ég ákvað að skella mér og versla fyrir gjafabréfið.
Ég finn flotta skyrtu í Dressmann sem kostaði 2990 kr og ákveð að kaupa hana og borga með gjafabréfinu. Það var ekkert mál, en það mátti ekki gefa til baka í peningum, ég VARÐ að fá til baka í innleggsnótu í Dressmann og hvern andskotann fær maður fyrir 2010 í Dressmann annað en Sokka eða nærbuxur?.
Ég neyðist til að borga þetta með peningum.
Það fáránlega er að þeir sem vinna með mér fengu borgað til baka í peningum í skífunni, hagkaup og öðrum búðum.
Þetta finnst mér alveg glatað og langaði til að nöldra aðeins :P<br><br>Undirskriftir gegna engum tilgangi.