Einkavæddir dómstólar. Ákvað að senda þessa grein inn hingað vegna þess að stjórnandinn á /stjornmal hefur ekki skráð sig inn í mánuð, svo fuck that.


Þetta er smá pistill sem ég skrifaði eftir stutt spjall við vin minn um hvernig einkareknir dómstólar myndu virka í frjálsu samfélagi.

Í frjálsu anarkista samfélagi yrði ennþá virkt og heilbrigt dómskerfi, mun heilbrigðara og skilvirkara en það sem við búum við í dag.
Byrjum á því að spyrja, afhverju þurfum við dómskerfi yfirhöfuð? Jú, einfaldlega vegna þess að þegar það koma upp deilumál á milli tveggja aðila sem þeir geta ekki leyst sín á milli þá er eðlilegast að leita til hlutlauss þriðja aðila. Þessi þriðji aðili þarf að vera sanngjarn, samkvæmur sjálfum sér og báðir deilenda þurfa fyrirfram að samþykkja að fara eftir úrskurði hans, því annars hefur hann augljóslega ekkert vald til að skera úr um deiluna. Í hefðbundnu samfélagi eru það dómstólar ríkisins sem hafa einkaréttinn á því að gegna þessu hlutverki. Þetta leiðir til tveggja vandamála:
a) Dómstólar verða óskilvirkir, dýrir og óaðgengilegir vegna þess að samkeppnin er enginn og þess vegna þurfa þeir aldrei að bæta og uppfæra ferlið
b) Dómstólar eru ekki hlutlaus þriðji aðili í hvert einasta skipti sem hið opinbera kærir einhvern eða hið opinbera er kært af einkaaðila og geta þess vegna ekki þjónað hlutverki sínu í þeim tilfellum.

Hvernig myndu dómstólar í frjálsu samfélagi þá líta út?
Dómstóll væri fyrirtæki sem að fólk myndi borga til þess að útkljá deilumál fyrir sig. Afborgunin gæti verið mánaðarleg, hún gæti verið case by case basis, skiptir ekki öllu máli. Þeir myndu að öllum líkindum vera fleiri en ein stofnun, svo á milli þeirra yrði samkeppni um hver væri ódýrastur, sanngjarnastur, hraðastur etc. Þetta myndi ekki þýða verri dóma eða tilviljanakennda dóma, þvert á móti þá þyrftu gæði þjónustunnar að haldast góð, því að annars færi fólk með deilumál sín til annara, sanngjarnari og skynsamari dómstóla.
Nú gætu sumir spurt, en hvaðan kemur þá vald dómstóllanna þegar enginn hótun um ofbeldi er á bakvið þá? Hvað kemur í veg fyrir að fólk fari einfaldlega ekki eftir úrskurðum sem henta því illa?
En nú spyr ég á móti: Hver í ósköpunum myndi stunda viðskipti við, eða jafnvel umgangast, mann sem að virðir ekki samkomulög og telur sig hafinn yfir afleiðingar gjörða sinna? Myndi nokkur manneskja ráða svoleiðis einstakling í vinnu? Gera við hann samning? Treysta honum nálægt sér eða afkomendum sínum?
Það þykir mér gríðarlega ólíklegt. Þarna erum við komin með mjög góðar ástæður fyrir því að fólk myndi nánast undantekningalaust vera í tengslum við dómgæslufyrirtæki og myndi lang,langoftast hlýða úrskurði þess.

Næst ætla ég að svara nokkrum algengum spurningum og mótmælum þegar fólk hugsar fyrst um frjálsa dómstóla:
1)En verða þeir ekki gríðarlega mútuþægnir:O?
A: Nei það verða þeir ekki. Myndir þú stunda viðskipti vi dómstól sem þú veist að er hægt að hafa auðveld áhrif á með því einfaldlega að gefa honum meiri peninga en hinn málsaðilinn? Kannski ef þú værir mjög ríkur, en þá þarftu samt að hafa í huga að það er alltaf(nánast) einhver sem er ríkari en þú. Svo þeir einu sem myndu vilja stunda viðskipti við þannig dómstól væru últra-ríkir auðjöfra. Það leiðir samt til þess að enginn nema þeir eru til í að fara eftir tilmælunum sem koma þaðan og þannig er dómstóllinn með fáa viðskiptavini og ekkert vald. Hann myndi því fara á hausinn þegar að allir nema allra ríkasti gæjinn myndu átta sig á því að það borgar sig ekki að reyna að múta dómstólum.
ð
2) Hvað með réttindi brotamanna?
A: Dómgæslufyrirtækið sem brotamaðurinn á í viðskiptum við ver réttindi hans svo ekki verður traðkað á réttindum hans, eins langt og þau ná. Ef hann á ekki í viðskiptum við neitt slíkt fyrirtæki er hann einfaldlega kominn upp á manngæsku hinna aðilanna.

3) Verða þessir dómstólar ekki reknir með hagsmuni eigenda að leiðarljósi, frekar en almennings?
A: Jú, að sjálfsögðu. Það er samt í lagi vegna þess að hagsmunir dómstólsins felast í áframhaldandi tilvist sinni og sú tilvist byggist á því að fólk treysti þeim og virði niðurstöður þeirra, svo það er í þeirra hag að vera sanngjarnir og samkvæmir sjálfum sér.

4)Hvað tryggir hlutleysi dómarana?
A: Það færi enginn með mál sitt fyrir dómstóla sem væru augljóslega hlutdrægir, svo þetta yrði bara vandamál í duldari málum. Auðvitað er ekki hægt að koma algjörlega í veg fyrir spillingu, en þetta er ekki vandamál einkavæddra dómstóla frekar en bara dómstóla almennt. Ef að spillingin kæmist hinsvegar einhverntímann upp eða yrði augljós í ferli fyrirtækisins myndi það missa viðskipti og þar af leiðandi peninga, sem er ákveðinn hvati í átt þess að vera sanngjarn sem er ekki til í núverandi kerfi.
www.brotherhoodofiron.com