Tileinkað Tyggigúmmí. Ég mæli svo með því að allir komi með svona rant, ég hef mjög gaman af slíku.

1. Þegar ég neyðist til að sitja við hliðina á einhverjum fráhrindandi í strætó/lestum.
2. Þegar strætóinn sem ég er í er fullur af krökkum.
3. Fólk sem notar Facebook statusa sem dagbækur.
4. Private number símtöl.
5. Þegar ég geri óvart blikkkall í staðinn fyrir broskall á msn og það verður vandræðalegt.
6. Fólk sem segir að ég þurfi að laga skapið í mér - Nei, ég þarf bara að þú drullir þér burt.
7. Þegar einhver tekur eitthvað ákveðið sem var ég búin að eigna mér í huganum.
8. Fólk sem tekur 686897 myndir af sér og setur þær á Facebook til að deila fegurð sinni með heiminum - við náum því, þú ert sæt/ur. Á samt mest við fólk sem er ekki sætt.
9. Fólk sem signar sig viljandi tvisvar inn á msn. Við náum því, þú ert online. Þó að þú signir þig inn tvisvar þá mun ég ekkert frekar tala við þig.
10. Þegar ég er í vondu skapi og vil bara fá að vera í friði en fólk hættir ekki að skipta sér af mér.
11. Keðjubréf.
12. Hvítir gaurar sem þykjast vera svartir.
13. Að skoða Facebook profile einhvers og sjá eitthvað sem ég vildi virkilega ekki sjá.
14. Að það skuli ekki vera einhver lög sem banna drukknu fólki að koma nálægt símum.
15. Þegar ég get ekki sofnað því heilinn á mér er á kafi í samræðum við sjálfan sig.
16. Fólk sem umlar eitthvað með textum að lögum sem það kann ekki.
17. Þegar ég þarf að deila rúmi með einhverjum sem tekur allt plássið.
18. Gaurar sem ganga í Ugg stígvélum.
19. Ingó Veðurguð. Rotnaðu í helvíti, douchebag.
20. Fólk sem “trúir ekki” þróunarkenningunni. Hvað er að trúa á?! Þetta er staðreynd.
21. Fólk sem skrifar “your” en ekki “you're”.
22.Þegar ég plokka límmiða af einhverju og hvíta draslið verður eftir.
23. Þegar ég heilsa fólki til að vera kurteis og það fer að segja mér ævisögu sína.
24. Að mega ekki hlæja þegar ég virkilega þarf þess.
25. Fólk sem notar tölustafi í staðinn fyrir bókstafi. Í alvörunni talað, þegiði.
26. Stelpur með appelsínugult meik.
27. Þegar ég er um það bil að fara að segja eitthvað awesome og umræðuefnið breytist.
28. Kerlingin sem sér um slúðurdálkinn á visir.is. Öfundsjúka tussa.
29. Þegar ég gisti heima hjá öðrum og vakna löngu á undan þeim.
30. Vandræðaleg samtöl við hárgreiðslufólk.
31. Þegar ég byrja að segja einhverjum sögu og átta mig svo á þegar ég er hálfnuð að þau þurftu að vera þarna til að skilja söguna.
32. Fólk sem byrjar með einhverjum og gleyma tilveru vina þeirra.
33. Gagnslaus notifications á Facebook.
34. Stigar + háir hælar.
35. Rigningarlykt af fötum.
36. Pappírsskurðir.
37. Þegar ég finn ekki eitthvað, nöldra yfir því og finn það svo um leið og ég er nýbúin að nöldra yfir því (eða jafnvel á meðan) og lít út eins og algert fífl.
38. Þegar ég get ekk hætt að sjá fyrir mér eitthvað ákveðið fólk nakið.
39. Vandræðaleg augnsambönd við aðra gangandi vegfarendur.
40. Fólk sem skiptir sér endalaust af einkamálum annarra.
41. Myrkfælið fólk.
42. Fólk sem biður um álit manns og fer svo í fýlu þegar það er ekki það sem þau vildu heyra.
43. Vanhæft starfsfólk.
44. Passamyndir.
45. Að geta ekki endurlifað hluti að vild.
46. Þegar hlutir fara ekki samkvæmt áætlun.
47. Að muna ekki hvort mig dreymdi eitthvað eða hvort það gerðist í alvöru.
48. Fólk sem fær aldrei makleg málagjöld.
49. Bréfaskrif.
50. Feitir krakkar.
51. Þegar fólk sem ég er reið við lætur mig hlæja þegar ég er að reyna að hrauna yfir það.
52. Fortíðarþrá.
53. Að geta ekki komið orðunum út úr sér.
54. Þegar einhver sem ég þekki verður einhver sem ég þekkti.
55. Draugahræðsla.
56. Stjórnleysi.
57. Að geta ekki lesið hugsanir.
58. Þegar virkilega ömurlegt fólk hefur allt til staðar, en ekki af því það hefur unnið fyrir því, heldur því það er ofdekrað eða einfaldlega heppið.
59. Tómir ísskápar.
60. Sunnudagar.
61. Afbrýðisemi.
62. Hljóð frá ryksugum.
63. Tollverðir. Þið eigið ekki fokking heiminn þó þið hafið eitthvað leyfi til að gramsa í töskunni minni.
64. Fólk sem þegir aldrei.
65. Eftirbragð af áfengi.
66. Big brother.
67. Fólk sem skilur ekki “Ég man það ekki”.
68. Þegar símar hringja í jarðarförum. Það gerist alveg furðulega oft.
69. Að hnerra.
70. Þegar mér dettur eitthvað sniðugt mótsvar í hug þegar rifrildum er lokið.
71. Þegar ég horfi á sjónvarpið með einhverju fólki og það koma kynlífsatriði.
72. Þegar snooze takkinn virkar ekki.
73. Þegar fólk heyrir mig baktala það.
74. Þessar “You wouldn't steal a car” auglýsingar í dvd myndum. Nei, ég myndi ekki stela bíl en ég myndi downloada einum slíkum ef ég gæti.
75. Tannlæknar sem tala við mann þegar þeir eru með hendurnar uppi í manni.
76. Fólk sem leyfir manni ekki að gleyma fyrri mistökum.
77. Fólk sem þekkir ekki muninn á innsláttarvillum og stafsetningarvillum.
78. Að skrifa á blað þegar ég hef ekkert undir því (sem sagt á milli borðsins og blaðsins).
79. Þegar ég átta mig á að ég er að fara í vitlausa átt og neyðist til að snúa við og líta út eins og fáviti.
80. Gaurar sem skilja ekki að maður hefur ekki áhuga.
81. Að geta ekki breytt því sem orðið hefur.
82. Stutt svör við löngum skilaboðum. Skrifaði ég allt þetta til að fá “Ok”?!
83. Fólk sem er með þannig myndir á Facebook að maður lítur á þær og langar umsvifalaust að kýla viðkomandi aðila.
84. “Varstu í klippingu?” Nei, það datt bara hluti af hárinu mínu burt.
85. Fólk sem kann ekki að ljúga.
86. Að stíga á lego, það er actually drullufokking vont.
87. Fólk sem gagnrýnir mig fyrir að vita hluti sem eru ekki endilega almenn vitneskja. Afsakið að ég vilji ekki eyða ævinni í að vinna í Bónus.
88. Fólk sem þykist ekki muna til að losna undan afleiðingum gjörða þeirra. Huglausu aumingjar.
89. Að hvítt fólk megi ekki anda í áttina að fólki af öðrum kynþáttum því það er “rasismi”, en samt má fólk af öðrum kynþáttum segja hvað sem er um og við hvítt fólk, það er allt saman í allra bestasta lagi.
90. Þegar maður segir fólki eitthvað hneykslanlegt og fólk spyr “Er það?!” Nei, ég er náttúrulega að ljúga. Það kemur ekkert annað til greina.
91. Lyktin af kardimommudropum.
92. Fólk sem minnir kennara á ritgerðir og próf. Seriously, gtfo.
93. Þegar fólk talar við mig þegar ég er að lesa. Þá ekki af því það er eitthvað nauðsynlegt, heldur fer fólkið bara að tjitt tjatta. Kommon. Ég er augljóslega að gera annað?!
94. “Battery low”.
95. Upplýsingar um fólk sem valda því að ég lít það aldrei aftur sömu augum.
96. Þegar ég labba inn í eitthvað herbergi og allir sem voru þar inni fyrir stara á mig.
97. 16 ára (og eldri) gaurar sem slá sér upp með 13 ára stelpur - vilja þeir fermingarpeningana þeirra? Oj.
98. Fólk sem hringir í mig á morgnanna um helgar og spyr “Var ég að vekja þig?” Nei, ég er alltaf vöknuð klukkan hálf átta á sunnudagsmorgnum. Basic, sko.
99. Þegar eitthvað sem ég segi hljómar ekki jafnvel sagt upphátt og það gerði í hausnum á mér.
100. Sú staðreynd að það er ekki hægt að fara í rúllukragapeysur án þess að fokka upp hárinu á sér.
101. Fólk sem truflar mig í miðjum sögum með einhverjum spurningum sem koma sögunni ekkert við.
102. Mávar. OSFIHSFLHGNKHOOOJJ.
103. Indverskir búðareigendur í London sem horfa á mann með grunsamlegu augnaráði allan tímann sem ég er inni í búðinni. Nei, ég vil ekki ræna skítugu búðarholuna þína, fáviti.
104. Þegar fólk segir eitthvað ótrúlega dónalegt/móðgandi við mig og segir svo ‘No offence samt’. Hmm, funnily enough, ég er móðguð.
105. Jónína Ben og detoxið hennar.
106. Ólyfseðilskyld verkjalyf - þau virka ekki rassgat.
107. Flubber. Í alvörunni talað, þetta er mynd um GRÆNT SLÍM.
108. Spaugstofan. Plís hættið og látið okkur vera.
109. Fólk sem er ósammála mér bara til að pirra mig.
110. Farmville.
111. Pet Society.
112. Óviðeigandi hvísl.
113. Að heyra mína eigin rödd á upptöku.
114. Þegar utanaðkomandi fólk blandar sér í einkahúmorinn minn.
115. Skítugt hár.
116. Brandarar sem eru svo ófyndnir að það pirrar mig bara.
117. Fimm mínútna Biblían. Og bara Biblían yfirleitt.
118. Fólk sem fer í fýlu þegar maður hlær þegar það meiðir sig. Já, ég veit að þetta var vont, það breytir samt ekki þeirri staðreynd að þetta var verulega fyndið.
119. Klisjan “Trúleysingjar eru trúaðir á trúleysi”. Nei?! Í hverju felst sú “trú”? Að trúa á ekki neitt? Ef ég safna ekki frímerkjum er ég þá samt frímerkjasafnari? Ekki-frímerkjasafnari?
120. Fólk sem vælir þegar stafsetningin þeirra er leiðrétt. Here's an idea for you douchebags, ekki gera villur, þá leiðrétti ég ykkur ekki.
121. Að vilja tala við fólk en vita ekki hvað maður á að segja við það.
122. Fólk sem segist ekki baktala aðra. Lygar. Það gera það allir.
123. Þegar mikilvægt fólk býr í öðrum löndum.
124. Gulir bílar.
125. Veggjakrot.
126. Sköpunarsinnar.
127. Fólk (gjarnan kristlingar) sem segir trúleysingja hrokafulla. Já vá, þvílíkur hroki að trúa ekki að heimurinn hafi verið skapaður undir rassgatið á mér.
128. Trúboð í skólum.
129. Fólk sem getur ekki bent á Þýskaland á korti.
130. Barnaland.is
131. Þegar fólk heldur að það sé fyndið, en er það ekki.
132. Þeir sem halda að allt sem þeir geri sé frábært, og allt sem aðrir geri sé ömurlegt.
133. Að vita af milljónum manna sem eru sveltandi í Afríku á meðan aðrar þjóðir eru að deyja úr offitu.
134. Einmanaleiki.
135. Að þurfa að standa í skugga einhvers nærkomins.
136. Guðmundur í Byrginu.
137. Fólk sem byrjar útúrsnúninga þegar það er að tapa rökræðum.
138. Asnalegar auglýsingar…sem sagt, allar auglýsingar. Já.
139. Tilgerðarlegt fólk.
140. Moggabloggarar. Þeir kunna ekki stafsetningu, hafa ekkert vitrænt til málanna að leggja og eru leiðinlegir.
141. Hljómsveitir sem þykjast vita að þær verði algjört success.
142. Fólk sem lætur ekki til segjast.
143. Skottulækningar, gervivísindi, kukl og þar fram eftir götunum.
144. Fólk sem lýgur upp á aðra.
145. Vinaleið og allir sem stóðu fyrir henni.
146. Yfirgangur og frekja.
147. Söknuður.
148. Að eitthvað af því fólki sem les þetta mun taka eitthvað á þessum lista til sín og það mun ekki þegja, heldur byrja að andmæla mér. Don't bother, þið getið ekki breytt skoðunum mínum þótt þið vælið. Ég veit líka að ég er bitur, þið þurfið ekki að benda mér á það. Það munu samt einhverjir benda mér á það.
149. Að eiga enga hreina sokka.
150. Pat Robertson.