Velkomin á huga.is góðir farþegar, helsta umræðuvef á íslendinga á sviðum dægurmála, menningar og málefnum líðandi stundar. Ég er leiðsögumaður þinn og verndarengill í dag í ykkar fyrstu heimsókn, Shrike, eða Sachiel, hvað sem þið viljið kalla mig.

Fyrst og fremst. Ef þér hugnast að hella þér út í endaleysisrökleysuumræðu um kannabis, trú og ísbirni geturðu farið strax út á fyrsta stoppi, þarna við æsta múginn sem er að henda gangstéttarhellum og skít í hvort annað. Gangi þér vel og megi guð vaka yfir sál þinni.


Ef þú ert á hinn bóginn kominn til þess að nöldra yfir persónulegum vandamálum af einhverri gerð, hvort sem það er tengt kreppu, peningaleysi, dónalegri löggæslu eða geðröskuðum ömmum er þér velkomið að stíga út á tilverunni og skella þér niður á undiráhugamál hennar.
Þar mun þér vera vel tekið af hæfum sérfræðingum í mannlegum samskiptum og manngæðingum eins og Hysteria sem eru reiðubúnir hvenær sem er til þess að veita þér hjálplega og gagnlega aðstoð eða bara til þess að bjóða upp á vinalegt spjall.

Þetta gildir af sjálfsögðu ekki um þig ef þú ert lesblindur eða á einhvern hátt vís til þess að gera óvart stafsetningarvillur, þá átt þú auðvitað ekkert nema vist í forgarði vítis skilið. Meira að segja vefstjóra finnstt það, ég spurði hann, hann sagði: ‚Fock them, they cant rite good‘


Ef þú hefur hinsvegar einhverjar spurningar um getnaðarvarnir, þrútin útbrot á kynfærum eða ert einfaldlega bara ný orðinn fjórtán og óþolinmóður í að geta dreift því fagnaðarboðorði að þú megir skoða dónalegar myndir á huga þá er þér velkomið að líta við á undiráhugamáli tilverunnar, kynlífi - (oft betur þekkt sem hugi.is/hei_hérna_ein_spurning_um_pilluna)


Ég geri nú mér grein fyrir því að hér með okkur í för eru eflaust einhverjir andfélagslegir vanvitar sem virðast hafa meiri áhuga á því að tjá sig um brennandi áhuga sinn á ógeðslega random og flippuðum hlutum eins og banönum með hatta og níðingslegum björnum og þar sem við góða fólkið á huga mismunum engum þá ætti sorpið eða jafnvel /húmor að vera tilvalinn staður fyrir þig.

Athuga skal samt að hugi.is, síminn og engir aðilar nátengdir stjórn þessa vefs ábyrgjast á engan hátt hverskonar skemmdir á starfsemi heila, hjarta, þvagblöðru eða jafnvel hverskonar missi fólks á trú sinni á mannkynið.
(Sjá: Mál Awake móti Héraðsdómi um skaðabætur vegna stórfelldrar heilasköddunar)


Þegar við ljúkum stoppi okkar á tilverunni og stígum út fyrir umdæmi Birkis H hins mikla getum við farið að viðra okkur í hinni yndislegu veðráttu frelsis, frá hverskonar ritskoðunum eða ráðleggingum um ‚aðgát í nærveru sálar‘. Nú tekur við Lífstíll, sem samanstendur af þrem áhugamálum: heilsu, tísku og útliti, húðflúr og götum og einhverjum öðrum áhugamálum sem Lalli frændi minn heimsótti einu sinni árið 2002 til þess að finna góða heimildargrein um Lindsay Lohan og enginn hefur heyrt um síðan.

Ef við lítum á hægri hönd ættum við að sjá glitta í tísku og útlit, áhugamál sem ætti að virðast í fyrstu vera einhverskonar staður fyrir hverskyns umræðu um tísku og útlit fólks en er í raun afar vinsæll vettfangur fyrir hugara af allskonar stærðum og gerðum til þess að koma á framfæri myndum af sér með ‚nýjar klippingar‘ og ‚flott sólgleraugu‘.
Á þessum myndum brjótast oft út líflegar umræður sem fjalla af sjálfsögðu eingöngu um þessar ‚flottu klippingar‘ og ‚flottu sólgleraugu‘ og hafa ekkert að gera með stærð, þyngd, faðerni eða heimili þessara hugara, enda hefur enginn stjórnandi í sögu huga einhverntímann séð ástæðu til þess að ritskoða, eyða eða á einhvern hátt breyta svari við mynd á þessu áhugamáli.

Ef þér hugnast að bæta sjálfstraust þitt, fá nytsamlega gagnrýni á hverskonar breytingu á útliti eða ert bara að leita að leið til þess að selja bláa dressið sem þú vilt meina að mamma þín hafi keypt handa þér en hafi einfaldlega verið of stórt en þú í rauninni rændir af áfengisdauðri skinku á klósettinu á Bellys síðasta föstudag þá þarftu ekki að fara lengra.


Ef þú hefur útaf einhverri ástæðu sem engum dauðlegum manni er ætlaða að skilja áhuga á því að skoða vafasamar myndir af fólki með tvær tungur og 13% af líkamsþyngd sinni í hverskyns málmpinnum og hringjum gætirðu átt leið hjá húðflúr og götun, en annars mæli ég ekkert sérstaklega með því. Í rauninni ætti að banna þetta áhugamál innan 18 og senda stóra skuggalega stjórnandann þarna í einhverskonar nýjan og súper spiffaðan extreme makeover þátt með Jónsa á skjánum.


Ef þú hinsvegar ert einn af þrem notendum huga á aldrinum 20-65 ára sem hafa ekki áttað sig á því að klámkynslóðin er tekin yfir er þér velkomið að líta yfir á undiráhugamál Dægurmála, deigluna og stjórnmál, og ræða við hina tvo gaurana um hvalveiðar, karl marx og spillingu innan sjálfstæðisflokksins . Passaðu þig samt á einum þeirra, hann heitir tryptophan (noproblem) og er með rautt skegg og er ekki hræddur við að láta teygjur í það. Alveg svona tuttugu teygjur. Ég er að meina það.

Núna er farið að þynnast alverulega í hópnum og senn komið að leiðarlokum.. Nei, bíddu, þú þarna í síða frakkanum með hatinn! Ég þekki þig batguy/gay , shoo, það eru engin 95 módel eftir hérna fyrir þig. Allt búið, fin, þú kláraðir þær maður. Þú gætir ekki einu sinni kíkt á fjórðu bekkjar ball í seljaskóla og náð þér í deit maður. Burt með þig!


Fyrir þá farþega sem slógust í för með mér í dag og litust alls ekkert á það sem við höfðum upp á bjóða, gott mál, ekki líta til baka, ég græt af gleði fyrir hönd þína. Farðu og berðu út moggann, gefðu hundinum að éta, skrifaðu lesendabréf í moggann um dónaskap unglinga, farðu og lemdu á potta og pönnur fyrir utan stjórnarráðið, LIFÐU EÐLILEGU ÍSLENSKU LÍFI. Á MEÐAN ÞÚ ENNÞÁ GETUR.

VIð hin sem erum föst hérna – ekkert að gera í því núna, við erum öll ein stór, ljót og afskaplega heimsk fjölskylda. Þetta virkar ágætlega svona.
Þið sökkið samt öll.