Ég var ekki viss um hvort ég ætti að setja þetta hérna inn eða inná Stjórnmál, en þetta er náttúrulega um tilveruna og eins og ég best veit þá er tilveran vinsælasta áhugamálið (eða undirfokkar hennar,tilverunnar þ.e.a.s.)

Allavega, nóg um það hérna koma smá pælingar og reiðisköst frá mér, veriði bara hreinskilin og komið endilega með skítköst (aðeins með rökum samt sem áður takk ^^)

Er ekki í lagi? Eigum við ekki bara að reka alla og hafa enga stjórn? Þetta virkar ekki svoleiðis fyrir sig, við getum ekkert litið svona barnalega á þetta að allt verði betra ef að þið rekum “vondu kallana”.
JÁ þeir gerðu mistök, og þeir eiga þá að leiðrétta þau, þeir vilja það sama og við.
Hvar ætlaru að fá allt fólkið til að taka við þessum ábyrgðar stöðum? Við þurfum ekki að mála skrattann á vegginn hérna sko.
Málið er að það er atvinnan sem er að koma öllu í rugl hérna, helv. kvótakerfið þarf að fjúka og það þarf að setja allt aðrar reglur á fiskveiði!. Þá sköpum við gjaldmiðil sem er eitthvers virði.Þessir menn sem voru í bönkunum höfðu engan rétt á því að vera að spila með peninga eins og í fjárhættuspili.
Maður verður svo reiður að tala um þetta, við getum verið ánægð með að bankastjórarnir séu foknir, en við getum ekki haldið samt sem áður að það lagi allt að reka fólk. Það verður að vera einhverjir sem stjórnar þessu, og það eru ekki allir sem gætu það.
Ég vona að þú náir samt því sem ég var að segja.

Atvinnureksturinn á að ganga fyrir, það er ekkert smá erfitt fyrir fólk að fá vinnu í dag. Samt eru allir að banna framfarir í iðnaði, alltaf með mótmæli við öllu.
Það er alltaf eins og fólk megi ekki nýta neitt af landinu lengur? Við megum ekki virkja, við megum ekki veiða fuglana, fiskana eða neitt!.. enga olíuverksmiðjur eða álver!, auðvitað viljum við hafa hreint land og reyna að gera þetta eins snyrtilega og hægt er en þetta er farið að ganga of langt. Framfarir eru nær ógerlegar í dag.

Ég vitna hérna í Kristinn Péturson af blogginu hans:

“Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins og haft eftir sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun að sérstaklega sé ástandið slæmt við Suðvesturland þar sem sníkillinn hafi lagst á 60-70% stofnsins.”

Nú fara “sérfræðingar” Hafrannsóknarstofnunar enn einu sinni að skoða rassinn á sjálfum sér í spegli og biðja um pening “til að rannsaka meira”…..

Alveg er sama hvað fer úrskeiðis í áætlunum veiðiráðgjafa um að “friða meira til að byggja upp stofninn”… sem alltaf mistekst .. en aldrei má fjalla um þetta sem líkleg stjórnunarleg mistök

Alltaf eru sömu menn - settir í að rannsaka sjálfir - hvað var að ráðgjöfinni - hjá þeim sjálfum….

Þá kemur þessi afstaða:

“Því miður hefur skort fjármagn í mörg ár til að geta sinnt þeim rannsóknum sem þurft hefði að gera…….

yellowCard Það er alltaf fundið leið - til að gera aðra að blórabögglum… gefa´í skyn að þetta sé ”skorti á fjárveitingum að kenna“

Ég veit ekki betur en að lundinn, krían, ritan o.fl. sjófuglar hafi allir sameinast um að sýna veiðiráðgjöfum gula spjaldið í nokkur ár… að það væri háskalegur fæðuskortur í hafinu…

… að hafið væri að öllum líkindum ofbeitt…… hvalastofnar væru orðnir of stórir - hvalir horaðir - (spiklag hvala 40-50% af því sem var) og margir fiskistofnar sýndu einnig mekri um hungur og fallandi vaxtarhraða……….

brosandi skötuselur að bíða eftir nammi ..nema þá skötuselur sem er hrææta og ”eins dauði er annars brauð“

…. og skötusel, háf og fleiri hræætum fjölgar - sem aldrei fyrr….

Sýkingin er meira að segja komin í ýsu - hvernig væri þá að hafa a.m.k. vit á því að gefa ýsuveiðar frjálsar….

Alls staðar í náttúrunni þar sem ofbeit á sér stað - leggjast dýr í fæðu sem er ”neðar“ á óskalistanum…..

Svo þegar fiskar hafa ekkert orðið til að leggja sér til munns nema drasl og drullu af sjávarbotni - getur ekki farið örðuvísi - en sjúkdómar breiðist út….

Hjá Mugabe er nú kólerufaraldur - því það er ekkert drykkjarvatn til - nema mengað…. vegna ofstjórnarbrjálæðis - ég sé samlíkingu…. náttúran svarar með eina svarinu sem til er - og gerir ”sínar ráðstafanir“ á báðum stöðum…..

Áætlanabúskapur Stalíns komst aldrei á það þroskastig - að fara niður fyrir yfirborð sjávar…

Það er engin þekking til - sem réttlætir friðun hvala og fiskistofna í þeim mæli sem gert hefur verið. Þessi ”vísindi“ eru bara vísindi í blekkingum…

Einfaldast er að skoða vaxtarhraða fiska eftir aldri - og sé vaxtarhraði fallandi - á að auka sókn á svæðinu. Það er áræðnalegasta aðferðin.

þorskur í svelti Alltaf þegar fiskistofnar fella vöxt - getur niðurstaðan ekki orðið önnur en vaxandi sjúkdómar og hækkuð náttúruleg afföll… = stórtjón fyrir útgerð, fiskvinnslu áratuga markaðsstarf og svo síðast en ekki síst - allt fólkið - ríkisborgara þjóðarinnar - með full mannréttindi

en mannfólkið virðist oftar en ekki aukaatriði á teikniborði þessara ”sérfræðinga“.

*
Nú má svo ekki auka aflaheimildir - því þá rýrna veðin sem greiningardeildir gömlu (og nýju) bankana - voru búnar að veðsetja langt upp fyrir rjáfur…
*
Svo má heldur ekki komast upp - að þetta sé ekki ”besta fiskveiðistjórnun í heimi“
*
Og alls ekki má vitnast að besta ráðið nú - sé að auka veiðar - til að reyna að minnka eftirspurn eftir fæðu - að það sé eina leiðin til að flýta fyrir því að jafnvægi náist sem fyrst aftur
*
Aukin veiði er líka best fyrir útgerðina og sjávarbyggðir - þá kemst margt í lag aftur af sjálfu sér.
*
Og á nokkrum vikum - myndi framboð á gjaldeyri aftur vaxa svo þjóðarskútan geti rétt sig fyrr af aftur.

Er eftir nokkru að bíða - setja þetta sérfræðingagengi Hafrannsóknarstofnunar af…

og skipa t.d. 5 góða og reynslumikla skipstjóra…

til að taka yfir stjórnun Hafrannsóknarstofnunar - með mikil völd þar - t.d. í 2 ár - til að byrja með…..

Reynslumiklir skipstjórar eru með hæfustu og ábyrgustu stjórnendum sem við getum fengið hérlendis. Felum slíkum alvöru ábyrgum aðilum -reynsluboltum af sjónum …

- í nú alla yfirstjórn Hafrannsóknarstofnunar

*
til að segja þessu liði til hvað gera skal
*
koma með nýjar tillögur…
*
eftir að hafa metið vafaatrið
*
Vísindamenn eru einfaldlega ekki menntaðir í stjórnun og geta því tæplega gengt erfiðum stjórnunarstörfum þar sem þeir eru sérstaklega menntaðir og þjálfaðir - í sparðatíningi sem er nauðsynlegt í vísindum - en alls ekki í stjórnun - því sérþjálfaðir sparðatínarar geta ekki komist að stjórnunarlegri niðurstöðu - út frá þeim gögnum sem fyrir liggja - að teknu tilliti til atriði eins og t.d. fæðiskort hjá sjófuglum sem þeir hafa ekkert viljað sjá heyra - né gera neitt með nema þá að ”rannska sandsílið“….. (uppétið vegna fæðuskorts)

Nú förum við að falla á tíma í þessari dellu sem hefur kallast ”ábyrg stjórnun fiskveiða“ - en virðist ekkert annað en óábyrg della frá upphafi.

Skipa verður - tafarlaust -nýja ”björgunarsveit" valinkunnra skipstjórnarmanna sem tekur strax yfir alla stjórnun á Hafrannsóknarstofnun.





Mér finnst svo mikið til í því sem hann segir!

Hvað finnst ykkur?

- Sunna