Lúði Ég er lúði. Það skiptir ekki máli hvað ég geri þá held ég að ég verði alltaf lúði. Í febrúar eða e-h tíman í vetur gerði ég lista með því sem ég ætlaði að breyta til þess að vera ekki lengur lúði. Ég hef staðist mest af því en samt er ég alltaf jafn mikill lúði hvað sem ég geri. Ég er ekki ljót bara ferkar sæt. En þetta er listinn sem ég gerði

(X) Losna við gleraugun mín
(X) Fá mér linsur
(X) Klippa á mér hárið stutt
(X) Lita á mér hárið ljóst
(X) Fylgjast betur með tískunni
( ) Fá gat í naflann
( ) Fá gat í tunguna
(X) Fá mér helix (gat ofarlega í eyranu)
(X) Fylgjast með tónlistar ,,tískunni”

Losna við gleraugun mín og fá mér linsur

Ég er búin að vera föst með gleraugu síðan í 6. bekk (er núna að fara í 9.) og hef alltaf hatað að hafa þau. Ég er ekki að meina að það sé e-h ljótt að hafa gleraugu bara það var ekki að bæta lúðan í sjálfri mér. Síðan í 6. bekk hefur sjónin mín samt verið nokkuð góð, var frá -1,5 til –3,6. Ég hef verið reyndar mjög þunglynd síðustu árin og þegar ég var ekki með gleraugu þá varð það litla sjálfstraust sem ég var með að engu. En það var í vor þegar ég var að þrífa gleraugun mín þá allt í einu brotnuðu þau í miðjunni (sem kemur yfir nefið) og það var ekki hægt að laga þau. Þá gaf mamma mér leyfi til þess að fá linsur og það gengur bara mjög vel með þær. Svo koma ný gleraugu í næstu viku en ég ætla ekki alltaf að nota þau.

Klippa á mér hárið stutt og lita það ljóst

Ég hef alltaf haft frekar sítt hár og í 3 og 4 bekk var ég með hár niður á rass. Hárið á mér er upprunalega á mörkunum á því að vera ljóst og skollitað. Eins og oft gerist með þennan háralit á gelgjuskeiðinu þá verður hárið á manni rosalega litlaust og svona ,,gráleitt” einhvern veginn. Ég er með alveg hrikalega þykkt hár og það var soltið erfitt að sjá um það þegar ég var aftur komin með frekar sítt um páskanna. Svo að eftir ferminguna mína þá litaði ég hárið á mér dökk rautt og vikuna eftir það klippti ÉG mig stutthærða. Var aldrei ánægð með það og núna í sumar fyrir u.þ.b. 5 vikum fór ég á hárgreiðslustofu og lét láta aflitaðar strípur og dökkt undir. Hárið á mér lýstist rosalega mikið af því og maður sér valla strípurnar, bara eins og ég sé ljóshærð. Reyndar núna langar mig að aflita hárið en ætla að bíða með það þangað til í haust.

Fylgjast betur með tónlistar- og fatatískunni
Ég var með frekar hallærislegan tónlistar smekk. Hlustaði á j-popp og e-h ömurlega tónlist. Núna er ég hins vegar alltaf að kíkja á www.fm957.is og kíki á íslenska listann og hvað er heitt og hvað er orðið úrelt. Þótt að sumum rokkurum finnist það ömurleg tónlist á þeirri stöð, hlustið á það sem ég hlustaði á fyrr. Fötin mín voru aldrei neitt ljót. Bara e-h veginn ekki í tísku og ekki úrelt. Ég gekk oftast í gömlum fötum af systur minni sem voru já. Núna kíki ég oft á eldri stelpur og kíki hvernig fötum þær eru í og fæ mér þannig næst þegar ég fer í verslunar ferð. T.d. eru millistykkin, síðu bolarnir og hettupeysurnar mikið inni. Veit ekki alveg hvort að arabaklútarnir eru ennþá inni en mér persónulega fannst það aldrei flott.

Fá mér helix og nafla og tungu gat

Ég var mjög þunglynd eftir páska og skar mig mikið. En einu sinni skar ég mig og skar en það virkaði ekki. Þá kíkti ég á þessa blessuðu síðu www.hugi.is og sá að e-h stelpa fékk sér gat þegar henni leið illa í stað þess að skera sig. Ég hafði haft augastað á helix gatinu og ákvað að gera það bara sjálf víst að mamma var ekki að leyfa mér að fá það. Það varð svo ljótt að ég gerði annað og er með það enn. Svo er það nafla og tungu gatið sem ég fæ bráðum þegar ég fer í borg óttans.

Eftir þetta allt þá er ég samt ennþá lúði. Ég held að ég hafi gert þetta allt útaf frænda mínum sem mér langaði til að vera vinkona en í fyrradaga sagði hann að ég notaði hann sem dyramottu. Ég fann þá að allt þetta sem ég var búin að gera var til einskis. Ég grét og grét og núna veit ég ekki hvað ég á að gera. Samt veit ég af hverju hann ,,afsakaði sig” með þessu, af því að ég er lúði og honum langar ekki til þess að vera með lúðum. Ef e-h hefur hugmynd hvað ég get gert meira til þess að vera ekki lúði þá viljið þið segja mér

Takk fyrir mig - ef svo ólíklega kæmi fyrir að e-h fattaði hver ég er, vilji þið þá ekki láta það flakka
Can we bring yesterday back again