Já hér sit ég dauðskélkaður eftir atvik sem átti sér stað fyrir sirka klukkutíma síðan….Þannig er mál með vexti að ég var að passa frænda minn (son bróðir míns), vegna þess að hann og konan hans ætluðu að skreppa á kosningavöku. Síðan kom kona bróðir míns heim (ein), og ég spyr hvar bróðir minn hvar hann væri, þá hafði hann skroppið heim til foreldra minna og biður mig um að taka með nokkra bjóra til hans sem hann átti.

Ég tek þá og byrja að labba af stað heim (sem er mjög nálægt heimili bróðir míns og konu hans). Þá kemur Lögreglubíll..Hann stoppar og þar sitja 2 lögreglumenn sem spurja mig hvert ég sé að fara með þennan bjór…
Ég náttúrulega í mesta sakleysi mínu, 15.ára gamall að labba með hann til bróðir míns sem er í næsta húsi. Þeir biðja mig um að stíga upp í bíl(sem ég skil vel) láta mig blása í áfengismælir, ekkert áfengi mældist í blóðinu. Síðan segja þeir mér að labba heim og hirða bjórinn sem bróðir minn á..Hugsið ykkur þeir tóku ekki einu sinni niður nafnið mitt..Sjáiði svo tímann, klukkan er rúmlega 2 og klukkan var 1 þegar þetta átti sér stað og löngu komið yfir útivistartímann.

Ég held að þessir menn sem að ég get engann vegin greint með neinu móti af því ég var í bullandi sjokki og man ekkert almeinilega hvernig þeir líta út, hafi tekið þessa 3 bjóra og drukkið þá sjálfir.