Mitt líf Já, ég hef ákveðið að deila smá parti af lífi mínu með ykkur.

Þegar ég man fyrst eftir mér bjó ég í vesturbænum. Við vorum alls ekki rík svo ég bjó og hef alltaf búið við mikla fátækt. Mamma var að reyna að skrapa inn smá pening með því að vinna sem dagamamma og pabbi var með fast starf í Húsasmiðjunni. Frá þeim aldri sem ég var að byrja að fara út að leika mér og þangað til ég fór í skóla (6 ára) var ég dugleur við að leita uppi vandræði. Ég t.d. fór einu sinni út og faldi mig í grasinu í móanum sem var á móti húsinu okkar og beið þar í hálftíma, þá koma mamma að leita að mér, en ég gaf mig ekki fram, hún leitaði í c.a. hálftíma en síðan hringdi hún í lögguna, þeir komu og leituðu að mér en án áragnurs. Síðan eftir góðan tíma var ég orðinn svangur, svo ég stóð upp, fór inn og fékk mér að borða, þegar ég gekk inn í eldhús var mamma grátandi og pabbi að reyna að hugga hana ásamt 2 löggum. Þegar þau sáu mig urðu þau fyrst mjög glöð, en síðan brjáluð. Svona gekk þetta, ég var alltaf að gera eitthvað af mér þangað til ég fór í skóla. Mamma setti mig í Ísaksskóla í staðin fyrir Melaskóla, því þá var hann alget ghetto skóli. Svo mamma hélt að allt yrði betra fyrir mig í Ísaksskóla.
En, raunin reyndist önnur. Frá fyrsta degi var ég mjög oft að lenda í útistöðum við aðra nemendur, jafnaldra jafnt og eldri. Ég var duglegur að slá frá mér við minsta push og átti ófára heimsóknir til skólastjórnas. Þegar mamma og pabbi sáu að þetta gekk ekki, þá ákváðu þau að flytja í Mosó í von um að finna betri stað fyrir mig. Við flutum í frekar gott hverfi í Mosó til að byrja með, en þá áttum við heima í Túnunum. Þar fór ég í Varmárskóla og stóð mig mjög vel fyrsta árið, þá var ég mjög þögull, en á sama tíma hleypti ég engum nálægt mér, ég var alltaf einn og mér leið vel þanning, ég var einfari. Ég vildi alltaf vera einn, alveg þangað til ég komst í 5. bekk, þá kom gaur í bekkinn sem ég gat séið mig kunna við. Á sama tíma vorum við að flytja úr Túnunum og í Hlíðarnar, en þar lokaðist ég aftur, ég vildi ekki tala við krakkana í hverfniu. Þegar c.a. hálft ár var liðið var ég farinn að fara aðeins út og tala við krakkana. Síðan í skólanum var ég alltaf öðruhverju að koma mér í vandræði, ég reif kjaft við kennara jafnt sem krakkana, ég þekkti ekki ótta og ef einhver var að gera eitthvað sem mér mislíkaði, þá lét ég hann vita svo það væri öruggt að hann tæki eftir því. T.d. var einn veturinn verið að kasta snjóboltum að mér, ég kunni ekki við það, svo ég bjó til einn, miðaði vel og bombaði boltanum beint í andlitið á einum þeirra sem voru að kasta í mig með þeim afleðingum að 2 tennur brotnuðu, blóðnasir og langur tími hjá skólastjórnanum. Næsta ár var ég ekkert skárri, lenti þó nokkrum slögum og fór oft til skólastjórans. Ég hætti að læra, ég var að fá 0-3 á öllum prófum sem ég tók, það eina sem ég gerði í tímum var að hlusta á rappið, kasta skutlum og rífa kjaft við kennarana, eftir það ár fengu foreldrar mínir nóg (þá var 2000) fyrr um árið höfðu þau meira að segja keypt hund til að reyna að koma mér úr þessu veseni sem ég var í. En þegar það virkaði ekki, fluttum við til Selfoss og höfum við búið hér síðan. En, þessi fluttningur var ekki til að bæta úr hlutum, fyrstu 2 árin hérna, þá lenti ég 2x í löggunni, í annað skiptið fyrir eingarspjöll og í síðara skiptið fyrir þjófnað, ég var heppinn og slapp við kærur í báðum atvikum. 2003 lenti ég í virkilega slæmum félagsskap og lenti í klíku sem ég losnaði ekki úr fyrr en orðrómur var kominn á kreik um að löggan væri komin mjög nálægt því að geta splundrað okkur. Þá ákváðum við að splitta sjálfir og löggan komst aldrei nálægt okkur. Ég lenti samt aldrei í neyslu, ég gerði alla þessa glæpi baa fyrir rushið, ég gerði þetta því mér fanst þetta gaman. Þegar við höfðum splittað þessari klíku ákvað ég að það væri kominn tími til að reyna að koma lífi mínu á réttan ról, ég var ekki nema 14 ára og mér fanst nóg komið. 2004 var ég rólegur og ekkert vesen var á mér sem ég man eftir. 2005 var svipað, ekkert vesen og engin læti. Allavega man ég ekki eftir neinu rosalegu sem ég gerði það ár.
2006 hins vegar var mjög erfitt. Fyrst var ég staðinn af glæp og ég var fjárkúgaður, ef ég hlíddi ekki færi þetta beint í yfirvöld. Ég þorði ekki öðru en að hlíða, svo ég slapp án vandræða. Þá verandi kærasta mín hélt framhjá mér, rétt eins og næstu 2 gerðu. Þar dóu allar andlegar tilfinningar og mér varð slétt sama um allt og alla, það var ekkert gaman að vera “thug” lengur. En, ég var kominn of djúp í leikinn til að geta komist upp, enn þann dag í dag er ég að berjast við vandmál svipuð þeim sém ég hef gert síðan ég var yngri. Stuttu eftir að þær héldu framhjá mér mætti ég fullur í tíma, mér var alveg sama en samt hélt ég áfram í skóla, skólayfirvöld ákváðu að gefa mér séns, því þau sáu eitthvað í mér. Þetta “eitthvað” fann ég í rafmagnsfræði. Þar er ég að standa mig mjög vel. En, það er það eina sem ég hef til að halda mér gangandi.

2007 hefur strax gefið mér mikið vesen, ég hef lent í 4 slögum á 4 mánuðum. Ég hef verið tekinn og sakaður um ölvunar akstur (þá hafði ég ekki drukkið í 2mánuði), félagi minn reyndi sjálfsmorð, annar félagi minn greindist með alvarlega geðsýki.

Svo, það eina sem lætur mig ganga er rafmagnsfræðin. Ég er í mjög stóum vina hóp, en auðvitað dreg ég í mig vandræði eins og svampur dregur í sig vatn, einn félagi minn lenti í smá úti stöðum við gaur hér á selfossi, hann hringdi í mig og ég mætti á staðinn með 3 hnífa og kylfu.

Núna bíð ég bara og vona að dagurinn á morgun sé skárri en dagurinn í dag. Ég er að bíða eftir að þessu ljúki öllu.

Takk fyrir að lesa, þið megið sleppa skít köstum og spurningum um glæpina sem ég framdi, ég hef tekið út refsingu fyrir þá alla! og ég mun ekki nefna hvaða glæpir þetta voru nema þá sem ég nefndi.
En ég vil endurtaka Ég HEF TEKIÐ ÚT REFSINGU FYRIR ALLA GLÆPI SEM ÉG HEF FRAMIÐ!!!

Kv. Shizzel
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*