Ég vil byrja á að segja að ég hef alls ekkert á móti samkynhneigðu fólki, ekki hið minnsta og er hér aðeins að leita svara við spurningu sem virðist vera soldið mikið í loftinu þessa dagana.
Einnig vill ég benda á að ég er lesblindur svo ekki byrja á að setja útá uppsetningu, stafsetningu eða eitthvað þvíumlíkt.

Ég var að horfa á Boston Legal síðastliðin sunnudag (páskadag) og var þar einn að kæra “endurhæfingarstöð” á vegum kyrkjunar og sá hún um að “afhomma” fólk. Markmið þessarra stöðvar gekk út á að eins og kom fram að ofan að “afhomma” fólk, fór það ferli fram þannig að þú skráðir þig inná stöfnunina, var þar leitað í fórum þínumg og allt það sem þótti benda til úrkynjunar tekið af þér. Var þetta gert á kverjum degi. Svo áttir þú að lesa biblíuna og karlar spiluðu íþróttir og konur prjónuðu, áttu semsagt að gera “karlmannlega” og “kvennlega” hluti. Eftir nokkra mánuði af þessu ferli ásamt einhverju meira sem ég eflaust gleymdi áttir þú að vera “afhommaður”.

Mín spurning er : er hægt að afhomma?, er þetta sjúkdómur (ekki að mínu mati fólk er mismunandi sem betur fer) og hvað fynnst ykkur um þetta hugtak “afhomma” og öllu sem því fylgir.

Er þetta bara ekki einhver geðveiki að halda að þetta sé hægt? Eru þetta ekki einhverjir ofsatrúarmenn sem eru afbrigði af nasisma?

Mér finnst ekkert að samkynhneigðu fólki, mér finnst þetta alls ekki vera sjúkdómur, og mér finnst að samkynhneigt fólk eigi bara að fá að vera í friði og vera þau sjálf þ.e.a.s. ekki vera að drulla yfir það, kalla það öllum ýmsum nöfnum og allt það sem er gert við það, meina ekki er það gert við okkur gagnkynhneigða fólkið.

Að lokum vil ég benda á að þetta er mín fyrsta grein sem ég sendi inn svo ég vona að í framtíðinni eigi þær eftir að verða betri, og betur uppsettar;) Einnig vil ég benda á að ég hugsaði lengi um hvar ég ætti að setja þetta, þar sem ég fann ekki áhugamál um trúarmál ákvað ég að senda þetta hingað inn á Tilveruna því jú þetta er nú einusinni hluti af okkar tilveru
“Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?”