Örvhent fólk Vinkona mín sem er örvhent er orðin svo pirruð á að vinir hennar segja að örvhent sé fötlun. Þau eru alltaf að tala um þetta og þetta “mál” kemur upp reglulega og hún ásamt fleirum eru orðin geðveikt pirruð á þessu. Þannig ég spyr ykkur, afhverju er það eiginlega sagt ?! Afhverju er sagt að það að vera örvhent/ur sé fötlun/heimska? Meina, er eitthvað réttara að skrifa með hægri en vinstri ? Og ef maður skrifar með vinstri, hvernig getur maður þá verið heimskur/fatlaður ? Afhverju eru þessir sem skrifa með hægri ekki heimskir eða fatlaðir ? Það er ekki sannað að örvhentir séu heimskir/fatlaðir,(sumir segja að það sé sannað af læknum..?) en hins vegar er það sannað að fatlað/heimskt fólk getur verið bæði örvhent og rétthent. Og fyrst það er algengara að fólk sé rétthent, þá eru maaargir heimskir rétthentir. Við erum að tala um með hvorri hendinni við skrifum ! Hvernig er hægt að reikna út fötlun eða heimsku út frá því ? Ég skil ekki fólk sem segjir það ! Mér finnst bara þeir sem segja að örvhent sé fötlun séu sjálfir fatlaðir :) Svo langar mig líka til að vita afhverju það er kallað “rétt”hent að skrifa með hægri.
Allavega er ég búin að segja mína skoðun á þessu, veit vel um stafsetningar og allt þannig í þessu enda er þessi grein skrifuð í pirringi.
Hver er ykkar skoðun ?
Takk fyrir mig og vonast eftir engum skítköstum !