ætla ekki að skrifa þvílíkt súper langa grein um þennan hörmulega atburð en ég var að læra heima áðan. Eigum alltaf að merkja allt sem við gerum með dagsetningu sko - svolítið rugluð þannig að ég kíkti á dagatalið. Upp kom sunnudagurinn 11. september. Og ég alveg Vá! það eru 4 ár síðan þetta gerðist og ég man nákvæmlega hvar ég var. Kennarinn var veikur eða af einhverjum ástæðum var ég fyrr komin heim úr skólanum - 11. ára - kveikti á sjónvarpinu og á báðum stöðvunum voru fréttir. Hvar er dagskráin? síðan hringdi ég í frænku mína sem býr rétt hjá - man ekki útaf hverju en jæja. Hún sagði mér hvers vegna dagskráin var í steik og ég var ekki alveg að trúa þessu. Ertu viss *nafn* mín? Að þetta sé í alvöru að gerast? Síðan stóð ég þarna og sekúndurnar liðu hjá eins og svona TIKK TAKK TIKK TAKK og þar sem ég er frekar góð í ensku skildi ég fréttafólkið alveg og síðan heyrði ég þau segja: What is that? og OH my GOD! og svo kom hin flugvélin - eins og í slómósíón - beint á húsið og BÚMM Ég áttaði mig á því að þetta var alvöru - að gerast. Öskur í fólki - frétta fólkið orðlaust og ég í símanum - líka orðlaus - stóð þarna með frænku mína í eyranu. Sástu þetta? Flaug hún bara…? Á húsið? Stóð þarna ég man ekki hvað lengi þangað til að allt í einu fór eitthvað meira að gerast - allt í einu fór fréttafólkið að æsa sig - annað húsið hrundi - hvað með fólkið! síðan ákváðum við að leggja á ég og frænka mín - ekki eyða pening í að vera í símanum og horfa á sjónvarpið.
En ég eyddi held ég öllum deginum í að fylgjast með þessu - 11 ára að horfa á fréttir? svona stórt var þetta nú - að ég man þetta ennþá hvernig þessi partur af deginum hjá mér var.
Langaði að koma þessu frá mér - kannski er ég eina manneskjan sem man þennan atburð svona - kannski ekki. En jæja vonandi var þetta ekki of langt hjá mér.