Lífið er til aðlifa því og það er býsna mikilvægt, mig langar að tala aðeins um lífið!

Þegar við fæðumst er okkur ætlað eitthvað ákveðið sem enginn veit hvað er fyrr en það hefur gerst en allir hafa eitthvert hlutverk í lífinu, hvert sem það er.

Þú fæðist og seinna ferðu í grunnskóla og dvelur þar í 10 ár og lærir um lífið og tilveruna ásamt stærðfræði og öðrum grunnfögum.
Að grunnskóla loknum eru þér allir möguleikar opnir EF þú hefur staðið þig vel á samrændum prófum.
Þá geturþú farið í framhaldskóla og gerst stúdent eða jafnvel fengið sveinspróf.

Skólinn er hluti af lífinu og þar af leiðandi er menntun hluti af lífinu, að minnsta kosti hér á landi.

Það gegna allir einhverju hlutverki, ef þú ert snjómokstursmaður þá gegnir þú því hlutverki að moka snjó fyrir íbúa landsins, allir hafa hlutverk!

Hlutverk unga fólksins er að klára skóla og halda lífi á jörðinni og er því ætlast af okkur öllum, okkur er ætlað að halda lífi á jörðinni.

Lífið er ekki auðvelt að neinu leiti og má segja að enginn kemst gegnum lífið án vandræða, það kemur alltaf eitthvað uppá.
Það eru til margs konar vandræði og þá er ég ekki bara að tala um að kærastinn segir manni upp eða álíka. Það eru bæði námserfiðleikar og ýmisskonar einbeiting sem ekki allir hafaog það eru þá vandræði þeirra.

Ef við lítum til baka og sjáum hvernig við höfum já eytt lífinu, sjáum við eftir ýmsum hlutum en erum líka ánægð yfir sumu sem við höfum gert og gerir okkur mjög stollt.

Það hafa allir gert eitthvað af sér, kannski setti maður vatn í skóna hjá vini sínum, bara til að hrekkja hann og núna mörgum árum seinna þá sér maður eftir því og hugsar með sér að maður hefði ekki átt að gera þetta, en það er liðin tíð og þú getur ekki tekið það tilbaka, þú getur ekki spólað tilbaka tímann, það er ekki hægt, ekki enn!

Lífið snýst líka um fyrirgefningu, getur þú fyrirgefið þér hvernig þú hefur notað lífið og finnst þér þú hafa notað það vel, þetta eru grunnspurningar lífsins og það þarf að velta þeim fyrir sér og ef til vill breyta einhverju sem maður vill breyta fyrir framtíðina, svo að hún verði betri.

Akunamatata!