Stríð

Hvað finnst ykkur um stríðið sem mun kannské koma? Þetta stríð er út í hött og mun örugglega ekki gagna miklu.

Að öðru leiti getur þetta verið gott, þvíkjarnorkuvopnin verða tekin, en munu bandaríkjamenn ekki nota þau í stríðinu?

Ég er hrædd við stríð, hrædd við byssur, knífa og allt sem er notað til að drepa og meiða, ég er voðalega hrædd við stríðið.

Stríð er ekki gott, því ef eitt land hefur stríð, þá hefur annað land stríð, fók deyr í stríðum og margar milljónir slasast, það er ekkert gott við stríð.

Hvað ef stríðið stækkar, verður meiri og fleiri lönd taka þátt, verður þá til þriðja heimsstyrjöldin?

Ég man eftir því í bæði áttunda og níunda bekk að hafa verið að læra um stríð, ég man eftir hræðilegum bíómyndum um fólk sem var látið í gasklefa og drepið þannig. Ég man eftir mynd sem okkur var súnd, þar sem fólkið var látið standa í röð meðfram löngum skurði og svo var það skotið og allir duttu ofan í skurðinn, þetta var fjöldagröf.

Það eru svo margir saklausir sem slasast og deyja þegar það kemur stríð, svo ofsalega margar konur og börn og jafnvel menn sem hafa enga skoðun á stríðinu og eru í raun hlutlaus, það á enginn skilið að vera drepinn í stríði, bara afþví að þjóðin vill hefja stríð.

Það eru allir hluti af þjóðinni, allir íbúar þjóðarinnar og því hefur enginn þeirra minni rétt en hinn. Stríð er bara einn sá ógeðslegasti viðburður sem til er, það er verið að drepa svo mikið fólk sem á það ekki skilið.

Ég viðurkenni það alveg að ég er mjög hrædd við stríð, og ef það kemur stríð þá mun mér líða alveg ömurlega, allt þetta fólk sem mun deyja, það er hræðileg og næstum óhugsanleg tilhugsun.

Hvað segið þið um þetta stríð?