Þetta er líklega besta mynd ársins og ég hef aldrei heyrt jafn mikinn hlátur í bíósal áður, enda bjóst ég ekki við neinu öðru af
Trey Parker og Matt Stone.

Það var mjög gott hjá þeim að sýna alveg að þetta væri brúður þannig að maður var ekki að pirra sig yfir hvað þetta væri illa gert, fólk hló meira að segja af því þegar eitthvað var svo fáranlega gert. Myndin minnti einkum mikið á South Park þættina og þá er ég ekki að meina útlitið heldur voru sömu raddirnar og sömu blótsyrðin sem var náttúrulega snilld.

Þegar ég hló mest var það líklega þegar þau voru að ríða og það var bara svo fyndið hversu augljósar brúður þetta voru að það var fyndið og það bergmálaði allur salurinn, það sem þessum náungum dettur í hug er alveg stórfenglegt.

Það var einhverjar setningar sem maður sá bara Eric Cartman fyrir sér og svo marga aðrar persónur úr South Park.

Þannig að ég mæli með því að ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá skuluð þið fara að sjá hana bráðlega. Þetta er einfaldlega mynd sem maður verður að sjá.
Anarkismi mun ríkja!!