Ég hef kíkt hér við á þetta áhugamál og það sem mér leiðist svolítið við það er að umræðan er alltaf sú sama! það er southpark-simpsons-familyguy (ALLT FRÁBÆRAR TEIKNIMYNDA ÞÆTTIR) svo þessar klassísku disney kvikmyndir eins og Alladin + x-mikið af lionking og svo framvegis. Hinvegar hef ég ekkert séð talað um óhefðbundnari teiknimyndir líkt og hinar japönsku: PRINCESS MONONUKE og SPIRITET AWAY (sem stal óskarnum nú síðast í teiknimyndaflokki…eða var það þar á undan??)

Myndirnar annarsvegar princess mononuke fjallar um ungan prins (póló…neinei smá djók) sem býr ásamt littlum ættbálki sínum í afskektu þorpi. Hann hann sýkist/verður fyrir banvænni bölvun er hann er að verja þorp sitt fyrir djöfli nokkrum. Sökum þess þarf hann að leggjast í leiðangur í leit að lækningu við bölvuninni.

Spirited away fjallar um 10 ára stúlku sem er leiðinni í nýja húsið hjá fjölskyldu hennar í öðrum bæ er hún og foreldrar hennar villist ögn af leið og kemur að því virðist yfirgefnu fjölleika húsi. Það er ósköp erfitt að segja meira um þetta ævintýri án þess að eyðileggja fyrir öðrum myndina svo ég held ég sleppi því.

Ég veit að þetta er ósköp dræm lýling á myndunum en það er einungis til þess að ég sé ekki að spoila fyrir ykkur skemtunina.

Allavega eru þetta BESTU teiknimyndir sem ég hef séð því þær opna alveg nýjan heim af ævintýri sem ekki hefur sést í Amerískum eða Evrópskum myndum, ásamt þess að leikstjórinn af þessum tveim er argasti snillingur!

Sjálfur er ég um tvítugt og hafði líka svona gaman af og ég skora alla að sjá þessar 2 myndir. Princess Mononuke er með ensku tali en Spirited away með japönskum og að sjálfsögðu er íslenskur teksti á þeim báðum og ættu að fást á flestum betri video leigum.

Ef einhver getur bent mér á fleirri teiknimyndir eftir sama leikstjóra þá yrði ég afar þakklátur takk fyrir.

Ég ákvað að henda þessu í grein svo einhver myndi lesa þetta…Vona barað þessi skítur verði samþykktur :)