Umhverfis jörðina á 80dögum með Villa Fogg Eða Around the World with Willy Fogg voru teiknimyndir sem voru sýndar hér í kringum 1990. Á þessum árum var ég í raun hættur að stilla mig inn á sjónvarp en sá samt af og til einn og einn þátt. Ég hefði einstaklega gaman af þeim því þegar ég var enn minni þá var þessi saga sem er eftir frakkan Jules Verne oft lesin fyrir mig og einnig sá ég þá bíómynd frá árinu 1956 sem krakkar á mínum aldri höfðu mjög gaman af. Ég mundi allt í einu eftir þessum þáttum þegar ég var lesa um nýja mynd sem fjallar um sömu sögu og fór að forvitnast.

Þetta voru 26 þættir sem komu. Reyndar var síðan gerð önnur sería sem innihélt 30 þætti en í þeirri seríu voru 2 sögur sagðar og voru þær líka byggðar á sögum eftir Jules Verne og Willy Fogg var bætt þar inn sem aðalpersóna þó hann hafi ekki verið í þeim uppraunalegu. Þetta var sögurnar Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar(20000 Leagues Under the Sea) og Leyndardómar Snæfellsjökuls (Journey to the Centre of the Earth). Minnist reyndar ekki hvort að þessu myndir hafi verið sýndar hér á landi. Nú er farið að gefa þetta út á DVD og eru komnir 2 diskar útí í Bretlandi á um 10 pund og inniheldur hver diskur 5 þætti.

En þessar teiknimyndir fjölluðu auðvitað um það að Villi(Wille) Fogg sem er hinn fullkomi breski herramaður sem býr í London fer að ræða um það í karlaklúbbnum um að það sé möguleiki að fara umhverfis jörðina á 80 dögum. Sem átti að vera ómögulegt á þessum tíma, þeas á fyrri hluta 19. aldar. Aðeins einn maður í klúbbnum trúir því að hann getir þetta eða hinn aldni Guinness Lávarður(ring a bell?). Gert er lítið úr þessu og endar það svo að Villi skorar á sinn helsta andstæðing, hann Sullivan, í þessum málum í veðmál uppá 10.000 pund. Fer svo að Sullivan tekur því og 5 aðrir. Allir veðja þeir 10.000 pundum á móti Villa. Með Villa í för var aðstoðarmaður(þjónninn hans) hann sem á hét Rigadon sem vann áður í sirkús og er frekar fimur. Lítil hamstur sem vann með Rigadon í sirkúsinum bætist við í förina.
Auðvitað vilja hinir sem veðja gegn honum ekki að þetta takist og senda mann á eftir honum sem leynilögreglumaðurinn Dix frá Scotland Yard sem hefur þá skipun að handtaka Villa Fogg (Löggan heldur nefnilega að Ville Fog sé bankaræningi á flótta).

Meðan á ferðinni stendur þá ferðast félagarnir um mörg spennandi lönd, í allskonar fararkostum og lenda í alls kyns veðrum, aðstæðum og öðrum ævintýrum. Snemma á ferðalaginu bjarga þeir indverskri prinsessu (ekki Leoncie samt) úr bruna og verður hún um leið ástfangin af Fogg. Hún heitir Romy og ákveður að koma þeim það sem eftir lifir ferðina. Nóg er eftir af ævintýrinu og hitta þau á ferðinni alla flórur mannslífsins og alls kyns frumbyggja sem vilja hjálpa þeim eða jafnvel éta. Á endanum komast þau þó öll aftur heim til London. En hvenar þau komu er allt annað mál

Þess má geta að þessa myndir eru spænskar.

Og þið getið náð í byrjunarstefið (5meg) <a href="http://www.startrek.is/fogg.mpg">hér</a
:: how jedi are you? ::