Vá, þú varst ansi snögg/ur að opna þessa grein. Þú hugsaðir sjálfsagt “…yeah!..? er þetta fífl hætt?” eða “….ha…? er HrannarM hættur?” og já, ég er hættur á hugi.is, en bara í einn mánuð. Ég ætla að skrifa grein sem ég vona að þú lesir, hvort sem þú hatir HrannarM eða “elskir” hann. Enn mundu samt eitt, HrannarM er maðurinn.

-

Ég byrjaði á huga í byrjun Maí árið 2003 og hef, eins og þú sjálfsagt veist, verið “of” aktívur. Ég byrjaði að senda margar greinar á dag sem fjölluðu ekki um neitt, í mesta lagi hvað ég gerði á daginn. Ég var eins og hundaskitur og skemmti mér vel. Eitthvern veginn með tímanum varð ég “stór” hér á huga. Fór að dæma fólk sem gerði stafsetningarvillur, og gerði meira segja sjálfur villur, hversu ömurlegt er það :)

Já, ég s.s. varð “frægur” og fólk sem “elskaði” mig og fólk sem “hataði” mig fór að skrifa korka um mig. Mér auðvitað fannst það frekar asnalegt, enda asni sjálfur. Síðan þann tuttugasta September 2003 fékk ég stjórnenda stöðu. Ég var auðvitað himinlifandi og montaði mig eins og ég gat, t.d. skrifaði í enda korka- og greinarsvara “Kv, HrannarM - Admin á Simpsons/Teiknimyndir”

Ég byrjaði á fá misgóða gagnrýni frá ykkur. Annaðhvort pirraði ég ykkur eða var elskaður. Eitt kveldið voru gerðir 8 korkar um mig, þá hló ég dátt og stundaði bumbuslátt. Ég fór að eignast vini á borð við Mal3, BudIcer, hvurslags, shelob, RaggiS og fleiri. Þessir vinir mínir, sem ég tala mikið við utan hugi.is, voru meðlimir í “Hinu illa samsæri hugi.is”

Þið haldið örugglega að þið séuð alveg laus við mig, en því miður er þetta ekki svo gott. Ég mun halda áfram að kíkja inná huga með reglulegu millibili og svara örugglega nokkrum korkum á viku, ekki öllum eins og venjulega. Ég mun ekki senda vefstjóra skilaboð um að taka mig af sem stjórnandi á Teiknimyndir og Frjálsum íþróttum því eftir mánuð sný ég aftur, ég kíki inn við og við og verð alveg fullfær admin, er með 3 öðrum.

Það er engin sérstök ástæða fyrir þessu hvarfi mínu, nema kannski hvað ég er kominn með mikla leið á móralnum á huga núna. Vinir mínir og vandamenn hafa líka verið með leiðindi, kallandi mig HrannarM í tíma og ótíma, lemjandi í magann á mér og fleira. Ég mun samt örugglega sakna huga á einhvern hátt, og þá mun ég koma og svara korkum og greinum. Ég held samt að ég eigi ekki eftir að skrifa aðra grein, næstum búinn með 100 greinar og frekar sáttur við það, þó að flestallar séu algjört rugl.

Ég vil þakka eftirfarandi fólki fyrir samveruna (ekki eftir neinni röð) :

BudIcer
Mal3
hvurslags
Dagfari/Daywalker
Raggi S
shelob
DrEvil
Bobobjorn

Ég er örugglega að gleyma einhverjum, en þið sem hafið unnið vináttu mína vitið hver þið eruð :)


-

Ég verð að biðja þig um einn greiða áður en ég fer og slekk á hugi.is. Segðu í enda svars þíns annaðhvort “Ég vil þetta fífl af huga” eða “Ohh…afhverju er þetta fyrirbæri að hætta?” Mig langar alveg ótrúlega að vita hvað margir vilja hafa mig hérna, örugglega “einn á móti fjörtíuogsjö” :)

Veriði öll blessuð og sjáumst eftir u.þ.b. mánuð.

Kv,
Hrannar Már - Fæddur : 10. Maí 2003 - Látinn : 16. Nóvember 2003.

Vaknar aftur upp 1?. Desember 2003.