Stjörnurnar sem hafa komið fram í Simpsons Í þessari grein ætla ég að skrifa um allar gestastjörnur sem koma hafa í Simpsons þetta er búið að taka mig langan tíma að skrifa
þetta og það er búið að taka tíma að grafa þetta upp.

Síðan er það hljómsveitin “Spinal Tap” í þættinum þar sem Bart fer í bandið. Þeir komu 23. Apríl í þættinum “Otto Show”

Fyrsta sem ég ætla að nefna er þessi frábæra hljómsveit Aerosmith
Þetta er hljómsveit hefur slegið í gegn með góðum lögum og þeir komu 21. Nóvember árið 1991 í þættinum Flaming Moe's.

Næst er það rapphljómsveitinn Cypress Hill þeir eru alveg magnaðir finnst mér. Þeir komu 19. Maí 1996 þeir komu í þættinum “Homerplooza” þar sem Homer býður krökkunum á tónlistahátíð

Síðan er það hljómsveitinn sem flestir eiga að kannast við “Smashing Pumpkins” þeir komu í sama þætti og Cypress hill 19. Maí árið 1996 í þættinum “Homerplooza”

Þar á eftir er maður sem flestir þekkja þetta er söngvarinn James Brown sem hefur sungið endalaust hann kom líka með smellinn “I Feel Good” Hann söng smellinn sinn í þættinum “Bart's Inner Child” þá voru allir í bænum að gera það sama og Bart. Hann kom 11. Nóvember árið 1993

Næst er það hljómsveit sem ég veit eiginlega ekkert um hún heitir “Ramones” eina sem ég veit að þeir komu 18. Mars árið 1993 ég fann ekki hvað þátturinn sem þeir komu í heitir.

Þar á eftir er það leikarinn Bob Newhart þetta er grínisti sem komið hefur fram ég mörgum myndum, hann er núna að fara að koma fram í kvikmyndinni elf. Hann kom 11 Febrúar árið 1996 í þættinum “Bart The Fink”

Næst er það leikarinn Ernest Borgnine þetta er ágætur leikari mér fannst hann ekkert rosalegur eiginlega eina skiptið sem ég hef séð hann var í myndinni Basketball, þar lék hann moldríkann náunga sem kafnaði. Hann kom 18. Nóvember árið 1993, í þættinum “Boy Scoutz ‘N The Hood”.

Síðan er það spjallþáttastjórnandinn frægi Conan O’Brien hef ekki mikið meira um hann að segja hann kom 3. Febrúar árið 1994

Síðan er það maðurinn Albert Brooks hann kom 11. Mars árið 1996 ég held að hann sé leikari. Ég veit annars ekki mikið um hann en hann kom í þættinum. “You Only Move Twice” þar sem fjölskyldan flytur til Cypress Creek þar sem Homer fær starf.

Næst er það frábæri söngvarinn Tom Jones hann kom í þáttinn og hann er að syngja fyrir Marge & Homer, því Burns rændi hann og er búinn að hlekkja hann við sviðið. Hann kom 11. Maí árið 1992 í þættinum “Marge gets a job”

Næst er það alveg geðveik hljómsveit hún heitir “Red Hot Chilli Peppers” ég þori að veðja að allir vita hver hún er þeir hafa komið með mörg góð lög. Þeir komu 13. Maí árið 1993 í þættinum
“Krusty Gets Kancelled”.

Þá er það Adam West batman hann sjálfur hann kom í þáttinum Mr. Plow þar sem Homer kaupir sér Plóg til að moka snjóinn hjá innkeyrslunni hjá fólki. Hann kom 19. Nóvember árið 1992.

Síðan er það Gillian Anderson og David Duchovny þau komu í þættinum þar sem Homer segjist hafa séð geimverur. Þessi þáttur
var gerður 12. Janúar árið 1997 í þættin “Springfield Files”


Síðan í sama þætti kemur leikonan Bette Midler sem leikur held ég í sex and the city. Hún kom í þættinum líka ásamt “Red Hot Chilli Peppers”

Síðan er það bítillinn Ringo starr hann var trommuleikarinn í bandinu, hann var ekkert mikið í þættinum en einhvað. Hann kom 11. Apríl árið 1991 í þættinum “Brush with greatness”.

Síðan er það leikonan Meryl Streep hún lék ekki konu eins og hún er hún lék stelpu í þættinum á sama aldri og Bart þar leikur hún stelpuna Jessicu. Hún kom 6. Nóvember árið 1994 í þættinum “Bart's Girlfriend”.

Síðan er það leikonan Kathleen Turner. Ég kannast við nafnið en ég veit ekkert hver það er í þættinum er hún konan sem skapaði Malibu Stacy dúkkuna. Lisa fór til hennar og ástæðan er sú að henni fannst nýja Malibu Stacy dúkkan segja ósæmileg orð hún kom 17. Febrúar árið 1994 í þættinum “Lisa vs. Malibu Stacy”

Síðan eru það Hjónin Paul & Linda McCartney þau komu í þátti sem fjallaði mest um Lisu en þau komu 15. Október árið 1995 í þættinum “Lisa the Vegetarian”

Síðast tölum við um David Hyde Pierce og Kelsey Grammer eða Bob og bróðir hans (sem er alltaf að reyna að drepa Bart) Hann kom 23. Febrúar árið 1997 í þættinum “Brother From Another Series”

Annars heldur fólk að gestastjörnur koma eins Tony Hawk kemur í einum þætti í 14. Seríu flestir halda að þetta sé Tony en þetta er bara eitt af röddunum í fjölskyldunni.