Ég var um daginn að skoða vefsíðu sem opnaði fullt af pop up gluggum og allt í lagi með það lokaði þeim öllum síðan hætti ég á netinu slökkti á tölvunni, daginn eftir fór ég á netið þá var þessi bjánalega síða orðin að Homepage!
Ég fór í Tools… internet options…. og breytti home page aftur í http://www.mbl.is og hélt það væri í lagi. Ok slökkti á netinu kveikti aftur allt í fínasta með það.
Slökkti síðan á tölvunni, kveikti aftur…. þá var síðan aftur orðin að Home Page. Veit einhver hvernig ég losna við þessa leiðinda síðu?? Takk æðislega ef einhver getur leyst þetta mál :)
~Good better best~