Þannig er mál með vexti að harði diskurinn í tölvunni minni feilaði um daginn, sem betur fer var ábyrgðin ennþá í gildi á tölvunni svo ég fékk nýjan endurgjaldslaust. Það náðist að bjarga meirihlutanum af gögnunum en ýmis forrit þurfti ég að setja upp aftur, þar á meðal itunes. Nú sé ég að ég get ekki sett tónlistina af ipodnum mínum inná itunes og ég get ekki sett neitt inná hann, því ‘'This library can not be synced with another library’' eða eitthvað í þá áttina og síðan fæ ég möguleikann þegar ég reyni að gera eitthvað ‘'Erase this ipods library and replace’' sem væri auðvitað mikil firra því ég er með einhver 60 gíg af tónlist þarna inná.
Nú spyr ég ykkur um hjálp því ég kann ekki mikið fyrir mér í tölvumálum, hvað væri hægt að gera til að endurheimta gamla libraryið og setja það inná itunes og einnig að sama skapi setja nýtt efni inná ipodinn?