Urrrrrrrg!!

Ég var bara í mesta sakleysi að fotoshoppa eitthvað rugl þegar skjárinn fer allt í einu að blikka og músin verður neonbleik á litinn. (wtf?)

Ég get ekkert gert, hún er ekki frosin en respondar engu svo ég sé mig tilneydda til að halda inni power-takkanum til að slökkva á henni, vitandi það að það myndi taka dágóðan tíma að koma henni aftur í gang. Það er alltaf þannig.

Jæja, ég slökkti á henni og reyndi að kveikja aftur. Þá tók hún sig til og fraus tvisvar í viðbót meðan ég var að reyna að starta henni. Síðan í þriðju tilraun tókst mér að kveikja á henni og komast inn en þá fraus hún aftur, allt varð bleikt á litinn (wtf aftur?) og ég þurfti að slökkva aftur.

Ég beið í smá stund og reyndi síðan aftur að kveikja á henni. Hún fraus tvisvar í viðbót (í bæði skiptin á meðan hún var að starta sér) og í þriðju tilraun kom blue screen, nema hann var ekki alveg blár… Hann var bláyrjóttur, eins og það vantaði inn á milli, og stafirnir voru bleikir og líka eins og það vantaði inn í þá.
Síðan fraus hún á blue screen.

Ég slökkti aftur, beið meira og reyndi að kveikja einu sinni enn. Það kviknaði á henni en skjárinn var allur skrítinn, óskýr, vantaði helminginn af stöfunum og hún fraus á Windows startskjánum.

Ég ákvað að reyna einu sinni enn og kveikti. Þá fór hún í einhvern vítahring þess að starta á sér og restarta sér og gerði það nokkrum sinnum.

Þegar þarna var komið var ég orðin frekar pirruð, lokaði henni og fór bara að gera eitthvað annað. Þegar ég kveikti á henni næst kveikti hún á sér, ekkert mál.

Hvað í ósköpunum er í gangi?!?!

Ég veit ekki mikið um tölvur svo það þýðir lítið að spyrja mig um hana nema með fylgi leiðbeiningar um hvernig má finna þær upplýsingar.
Ég sé reyndar að á henni stendur IBM ThinkPad en það segir mér ekki neitt (veit ekki með ykkur)

Ef einhver nennir að lesa þetta og hjálpa mér, þakka þér kærlega fyrir, þú ert yndisleg manneskja <3