Fartalvan mín er næstum orðin 4 ára og núna í gær byrjaði hún að gefa frá sér skrýtin hljóð sem okkur mömmu lýst alls ekki á (notabeiðni ekki úr hátölurum heldur innan úr vélinni). Að láta laga hana væri sóun þannig ég er að fara að fá nýja fartölvu.
Hins vegar má ég varla við því að missa forritin mín (photoshop og fleira) og því spyr ég hvort það sé möguleiki að færa þessi forrit yfir á harðan disk og svo á nýju tölvuna? Vinur minn sagði að það væri hægt (og hann ætti að hjálpa mér en ég ætla líka að reyna á hjálp héðan) en HVERNIG geri ég þetta?